Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.12.1948, Blaðsíða 37

Læknablaðið - 01.12.1948, Blaðsíða 37
L .1- K X A B L A 1) I J) 111 fram á Alþingi. Ekki var mér kunnugt um það, cn hitt veit ég, að bæjarstjórn Reykjavíkur samþykkti einróma áskorun til Alþingis um að samþykkja frumvarpið, cn í bæjarstjórn- inni sitja fulltrúar úr öllum stjórnmálaflokkunum. Þótt B. J. sé á öðru máli, þá þykir flestum það mæla frekar með málefni en móti, ef stjórnmála- flokkarnir geta sameinazt um framgang þess. — Þá má og geta þess, að Læknafél. Reykja- vikur lýsti yfir fylgi sínu við frumvarpið, eftir að hafa rætt það á tveim fundum félagsins. B. J. finnur að því, að ég skuli ekki vera viðurkenndur heilbrigðisfræðingur. Það skal fúslega játað, að slíkt væri æskilegt. En mér vitanlega, hefur enginn starfandi læknir hér á landi fengið slíka viður- kenningu, og heilbrigðisstjórn- in hefur ekki enn sett neinar ákveðnar reglur fyrir veitingu hennar. — A undanförnum árum hafa stærri stöður en mín er verið veittar læknum, sem ekki liafa haft sérfræðingsviðurkenningu í við- eigandi sérgreinum, án þess að B. J. eða aðrir hafi fundið að' því opinberlega. I grein sinni í Lbl. og á umræddum fundi í L. R., sýnir B. J. því stöðuveit- ingu minni alveg undraverðan áhuga og viðkvæmni. Eins og B. J. skýrir frá, var frumvarpinu frestað. Ég hafði þá beðið í næslum 2 ár, og að miklu leyti óvirkur, eftir að taka við hinu sjálfstæða heil- hrigðiseftirlitsstarfi, sem ég var ráðinn til að gegna. Frestnn frumvarpsins byggðist á sam- komulagi á milli heilbrigðis- stjórnarinnar og bæjarvfirvalda um, að ég annaðist fyrst um sinn, og þangað til öðru vísi yrði ákveðið, allt heilbrigðis- eftirlit í bænum samkvæmt heilbrigðissamþykkt í fullu um- hoði héraðslæknis. Mér voru veittir til aðstoð- ar 3 heilbrigðiseftirlitsmenn (en samtímis voru 2 heilbrigðislög- regluþjónsstöður lagðar niður) og skrifstofumaður, og 1. júní s. 1. opnaði ég skrifstofu til að taka við heilbrigðiseftirlitinu á þeim grundvelli, sem um getur í nefndu samkomulagi. Einmitt þann sama dag fékk ég tilkynn- ingu um, að héraðslæknir hafi tekið aftur yfirlýsingu þá, sem samkomulagið um frestun frumvarpsins ljyggðist á. — Fylgdi sú ein skýring tilkynn- ingunni, að bæjarstjórn hefði breytt stöðuheiti mínu úr heil- brigðisfulltrúa í borgarlækni (en bæjarstjórn hafði jafn- framt falið mér að vera ráðu- nautur hennar í heilbrigðismál- um). Og við þetta situr enn. Þá ávitar B. J. bæjarstjórn Revkjavíkur fyrir að hafa ekki beðið með nafnbreytinguna á stöðunni. Ólæknisfróðir menn hafa í nokkra áratugi setið í

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.