Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.12.1948, Blaðsíða 20

Læknablaðið - 01.12.1948, Blaðsíða 20
94 L Æ K X A B L A Ð I Ð gerir ekkert annað en að lialda nálinni inni í venunni. Blóðið, sem gefa skal, þarf að standa í 40% heitu vatni, þvi að kalt blóð framkallar samdrátt í venunni. Erlendis eru sérstak- ir læknar, einkum þeir sem starfa við blóðbanka, sem eru þaulæfðir í þessum sérstöku handtökum sem þarf til að gefa nýfæddum börnum blóð og' er verkið vandalaust fyrir þá, þótt það geti þvælst fyrir viðvan- ingum. Loks nokkur orð um brjósta- mjólk í sambandi við þessi mál. Bessis befir sýnt fram á, að rottur, sem fá mótefni á móti blóðkornum sínum per os, fá banvæna hæmolytiska anæmi. Og þar sem vilað er, að nokkuð af Anti-Rli móðurinnar gengur yfir í mjólkina er von að mönn- um dytti í bug að hættulegl gæti verið fyrir Rb-(- barn að vcra á brjósti bjá Rh-^ möður, ef hún hefir mótefni i blóði sínu. Calliie1) iiefir gert til- raunir og serumpróf með þetta á börnum, og fann 12 Rb+ börn sem fengu mjólk frá móð- ur með báan titer af anti-Rli í blóðinu. Ekki fann bann nein einkenni jæss, að mótefnin ai> sorberuðust inn í blóð barnsins. Það þykir því sýnt að ekki kem ur til mála, að anti-Rli absor- berist í stórum stíl óbrevtt frá 1) Catliie, I. A. B.: Brit. Med. J. II, 650. (1947). maga barnsins. Og meðan ann- að kemur ekki fram er ekki á- stæða til að taka þessi börn af brjósti móður sinnar. Ég fer bér ekki út í fram- kvæmd Rh-rannsóknanna, sem þegar er orðin nokkuð flókin, en það er laboratoriumsvinna, sem skiptir litln máli fvrir praktiserandi lækna, eins og arfgengi Rh-eiginleikanna og hvernig farið er að þvi að finna Rb-formúlu livers einstaklings, sem er mikilsvert í barnsfað- ernismálum. Við liöfum oftar en einu sinni útilokað menn frá barnsfaðerni með Rh-rann- sókninni einni, og liafa þessar rannsóknir aukið mjög mögu- leika til þeirra liluta. Að lokum vil ég endurtaka og leggja áberzlu á þá bættu, sem getur stafað af því að gefa konum blóð án þess að Rb- rannsóknir séu gerðar. Ef Rb-i- kona fær transfusion af Rb + blóði inn í æð, er barn, sem bún kann að eignast seinna, visst með að fá hæmolysis á báu stigi og mikil líkindi til þess að-það geti ekki fæðst lifandi. Eins er auðsætt bver liætta vofir yfir slíkri konu ef henni er gefin transfusion eftir fæð- ingu. Blóðið er venjulega tekið úr manni Iiennar, ef ABO-flokk arnir eru þvi ekki til fyrirstöðu og eins og' skiljanlegt er geta verið mikil mótefni í blóði kon- unnar, án þess að lnin liafi sýnt nokkur einkenni ])css.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.