Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.12.1948, Blaðsíða 30

Læknablaðið - 01.12.1948, Blaðsíða 30
104 L Æ K X A B L A Ð I Ð kuldaagglutininum og á ag'g- lutininum gegn streptococcus MG. Kuldaagglutination nefn- ist það fyrirbrigði, þegar r. blóðkorn agglutinera í vissum blóðvökvum við lágt liitastig. einkum við 0----[-5 C, en ekki við 37’ hita. Fyrirbrigðið bygg'- ist á því, að kuldaagglutinin blóðvökvans eru aukin. Ein- slaka sinnum kemur þetla fyr- ir hjá beilbrigðu 'fólki, bæði 1 bomolog og i Iieterolog blóð- vökva, einkum lijá fólki í 0 blóðflokki, en þó aðeins i mjög vægri þynningu. Samfara ýms- um sjúkdómum finnst stundum aukning á kuldaagglutinum i blóði. Þessir sjúkdómar eru: sýkla lungnabólgur, scarlatina, morbilli, parotitis epidemica, influenza, psittacosis, febris rheumatica, mononucleosis in- fectiosa og hæmolytiskar an- æmiur. Fyrirbrigðið er sjald- gæft samfara nefndum sjúk- dómum og finnst örsjaldan í þynningu bærri en 1:40. Kulda- agglutinin i þynningu hærri en 1:40 finnst eingöngu samfara liæmoglobinuria paroxysmat- ica, trypanosomiasis og v.l.b. Aukning á kuldaagglutininum er ekki stöðugt fyrirbrigði sam- fara v.l.b., í sumum farsóttum finnst engin aukning, í öðrum í 90%, i einni og sömu farsótt hefir fundizt aukning hjá öðr- lun hverjum sjúklingi. Rann- sóknin verður ekki jákvæð fyrr en á 7.—10. degi sjúkdómsins, og stundum ekki fyrr en sjúkl. eru í afturbata. Aukningin verður mest í 3. viku og er venjulegast liorfin eftir 6—8 vikur, en getur haldizt miklu lengur, allt að 9 mánuðum. Rannsóknin getur orðið jákvæð hjá fólki sem veikist lítið eða ekki, en mest verður aukningin hjá þeim sem eru þungt lialdn- ir. Það er óalgengt að rann- sóknin sé jákvæð í þynningu Iiærri en 1:640, en jákvæð smá- sjárrannsókn liefir sézt í þynn- ingu 1:250,000. Á Norðurlönd- um er það álitið sérkenni v.l.b. cf kuldaagglutinin aukast frá 0 til 1:16, en í Bandaríkjunum er það skoðað sem mikilvæg stoð fyrir sjúkdómsgreininguna ef rannsóknin verður jákvæð í þynningunni 1:40. Samfara aukningu á kuldaagglutininum hjá v. 1. b. sjúkl.., finnst alltaf aukning á agglutininum og precipitinum gegn strepto- coccus MG. Þær breytingar sem finnast í ])vagi eru liinar sömu og eru við aðrar hitasóttir. Mænuvökvinn er eðlilegur, nema þegar um encephalitis er að ræða. Þá er þrýstingur hækkaður og aukning ’finnst á frumum og eggjalivítu. Frum- urnar eru ýmist ein- eða fleir- kyrningar. Röntgenrannsókn á lungum er mjög ])ýðingarmikið atriði við greiningu sjúkdómsins. Þær brevtingar sem sjást á röntgen-

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.