Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.12.1948, Blaðsíða 11

Læknablaðið - 01.12.1948, Blaðsíða 11
LMKNABLAÐIÐ 85 svo miklu algengari en endur- teknar blóðgjafir, sem í raun og veru valda miklu voldugri og öruggari mótefnamyndun lieldur en barngetnaður. Endurteknar blóðgjafir. Ef Rh-j-manni er livað eflir annað gefið Rh-(- blóð inn í æð, má búast við að liann fari fyrr eða síðar að mynda mótefni á móti blóðkornunum og mótefn- in vaxa að sama skapi hraðar i hlöði lians sem meira berst af RIi+ blóðkornum inn í blóð- rás hans. Mikill munur er þó á mót- efnamyndun einstaklinga gegn þessum antigenum. Um 50% allra manna mynda einhver mótefni sem Iiægt er að finna í serum þeirra, eftir eina trans- fusion, en liins vegar eru til einstöku menn sem ekki Iiafa fundizt mynda nein mótefni jafnvel eftir margar dælingar. Ekki þarf blóðmagnið sem dælt er, að vera mikið til að mótefnamvndunin komist í gang. Diamond hefir fengið fulla mótefnamyndun fram með því að dæla %o cc. inn í mann. Ilætt er við að mótefna- myndunin verði rnest bjá þeim sem fá endurteknar blóðgjafir á löngu tímabili. Hins vegar liefir komið fyrir að mótefna- niyndun hefir orðið svo mikil innan viku frá fyrstu blóðgjöf, að sjúkl. hefir fengið alvar- lega hæmolysis eftir endur- tekna blóðgjöf. Ef mótefnamyndunin befii eklci komizt á bátt stig þegar transfusion cr endurtekin með Rh+ blóði fær sjúkl. aðeins væg einkenni. í fyrstu virðist honum ekkert verða um og' hann bressist eftir blóðgjöfina. En eftir nokkra daga fer liæmo- globinið að lækka aftur og þeg- ar vikan er liðin er sjúkl. venjulega j afn-anæmiskur eins og hann var áður en blóðinu var dælt í hann. Öll gjafablóð- kornin eru þá liorfin úr blóð- inu, eins og sýna má fram á mcð sérstökum rannsóknarað- 'ferðum. Þessi útkoma á blóðgjöfinni gerir ofl svo tílið vart við sig að bætt er við að mönnum sjáist yfir bana nema sérstaklega sé athugað um hæmoglobin og blóðkorn sjúklingsins og menn hafi séð og fylgzt með nokkrum slíkum tilfellum. Næsla stigið, þegar dæll er í sjúkl. sem liefir meiri mótefni í blóði sinu, lýsir sér með dálíl- illi hitahækkun, ef til vill að undangenginni einhverri meiri eða minni aðkenningu að köldu. Daginn eftir blóðgjöfina er sjúkl. með vott af gulu, en hún hverfur og að öðru leyti sér ekki á sjúkl., neina livað hann hefir ekki hresst neitt af lilóðgjöfinni. Hæmoglobinið evkst ekki og getur jafnvel lækkað.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.