Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.10.1952, Síða 9

Læknablaðið - 15.10.1952, Síða 9
LÆKNABLAÐIÐ 21 bólgueinkenni í lungum, brjósl- himnu eða gollurshúsi. Ekki finnast einkenni um stækkun á lií'ur eða milta. I hlóði finnast engar áberandi breytingar, aðr- ar en þær, að sökk hækkar stundum. Þvagrannsókn er eðli- leg. Nýlega hefir verið vakin athygli á því að miklar líkur séu til þess, að sjúkdómurinn geli tekið á sig mynd, sem einkenn- ist af bólgu í heilabimnum. Að þessu atriði verður vikið síðar. Fylgikvillar eru fáir og ekki alvarlegir. Tiðastur þeirra er pleuritis sicca. Núningshljóðin lieyrast helzt meðan stmgurinn er mestur og á því svæði, sem hann er á. Þau eru oft hvikul og getur því heppni ráðið hvort þeirra verður vart. Oi’chitis, pei’icarditis og herpes eru sjald- gæfir fylgikvillar. Þeir sjúkdómar, sem geta villt við gi’eininguna, eru pleuritis af öðrum uppruna, pneumoni, bráðar bólgur í kviðai’holi, occlusio art. coi’onai’iae coi’dis, poliomyelitis ant. acnta apara- lytica, meningitis aseptica og hei’pes zoster á byrjunai’stigi. Vefjarannsókn hefir ekki verið gerð til þessa á sjúklingum, svo að allt er óvíst unx það, hverjum breytingum virus veldur í lík- amanurn. Flestir hallast að þeirri skoðun, að um vöðva- sjúkdóm sé að ræða, en aðrir að hið px’imera sé bólga í sei’ös- um himnum. Einnig er allt ó- ljóst um það, hvort sjúkdómur- inn lætur eftir sig ónæmi eða ekki. Sylvest segir fi’á sjúkl. senx veiktist tvisvar með tveggja ára íxiillibili. Horfurnar eru góðar, og ekki er kunnugt unx dauðsföll, önn- ur en þau, senx þeir Schleisner og Finsen segja frá. Sjúkling- arnir verða albata, venjulega eftir 4—8 daga. Þó gela vöðva- eymsli haldizt í nokkrar vikur. Endux’föll eru ekki tíð, en koma fyrir. Meðferðin er symptomatisk. Sökum þess hve smitnæmið er tiltölulega lítið og sjúkdómur- inn er vægui’, þykir ekki ástæða til þess að grípa til neinna sér- stakra varúðarráðstafana af hálfu heilbrigðisyfirvalda til þess að hefta útbreiðslu hans. Þess hefir verið getið, að næri’i örugg vissa sé fengin fyr- ir því, að oi’sök stingsóttar sé fundin. Er hér um að ræða áður óþekkt virus, eitt hinna srnæstu sem þekkjast. Svo má segja að tilviljun ein hafi ráðið því að þetta virus fannst, því þeir menn, sem fundu það, voru að leita að allt öðru. Verður nú sagt nokkuð frá þessai’i upp- götvun. Við hinar kerfisbundnu rann- sóknir á polioixxyelitis anterior acuta, hefir lengi vei’ið í’eynt að finna tilraunadýr, hentugi’i en í’hesus apa, sem hægt væri að sýkja með poliomyelitis virus.

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.