Bændablaðið - 08.05.2013, Page 14

Bændablaðið - 08.05.2013, Page 14
Bændablaðið | Miðvikudagur 8. maí 201314 Kvenfélagskonur gáfu Heilbrigðisstofnun Suðurlands gjafir fyrir 3 milljónir króna Nýlega komu fulltrúar frá Kvenfélaginu Einingu færandi hendi á dvalar- og hjúkrunar- heimilið Kirkjuhvol á Hvolsvelli. Þá var afhentur fjölnota stóll sem snyrtifræðingar, fótaaðgerðafræð- ingar, nuddarar og fleiri geta nýtt fyrir sig. Kvenfélagið hefur tvisvar haldið Góugleði og var ákveðið að nota ágóðann til kaupa á stólnum fyrir Kirkjuhvol. Kvenfélagið vill koma á framfæri kærum þökkum til allra þeirra sem lögðu hönd á plóginn varðandi undirbúning og framkvæmd Góugleðinnar. Félag aðstandenda heimilisfólks á Kirkjuhvoli leitaði til annarra kvenfélaga í sveitarfélaginu og til Rauðakrossdeildar Rangárvalla- sýslu og fyrir upphæð sem safnað- ist meðal þeirra félaga voru keyptir fylgihlutir fyrir stólinn, s.s. stól fyrir sérfræðing að störfum, borð og lampa. Allt eru þetta hlutir sem þarf til að mynda fullkomna snyrti- stofu fyrir heimilismenn og voru þeir einnig afhentir við þetta tæki- færi. Ólöf Guðbjörg Eggertsdóttir, forstöðukona Kirkjuhvols, vildi skila kæru þakklæti fyrir hönd Kirkjuhvols til allra þeirra sem komu að því að gefa þessa góðu gjöf. /MHH Fjölnota stóll afhentur Kirkjuhvoli á Hvolsvelli Arndís Finnsson, formaður kvenfélagsins Einingar, afhendir hér Ólöfu Guðbjörgu Eggertsdóttur stólinn formlega. Konur í Sambandi sunnlenskra kvenna (SSK) og Kvenfélagi Selfoss komu færandi hendi á Heilbrigðisstofnun Suðurlands á Selfossi á dögunum og færðu stofnuninni gjafir fyrir tæplega þrjár milljónir króna. SSK gaf fæðingardeildinni á HSu tvö tæki sem nema hjartslátt hjá fóstrum og einnig gulumæli, til að mæla gulu í nýburum. Tækin koma sér afar vel og koma í stað eldri tækja sem gengin eru úr sér og mikil þörf er fyrir að séu til á deildinni. Einnig gaf SSK fæðingadeildinni sjónvarp með veggfestingu, sem nýtist nýbökuðum foreldum sem dvelja á fæðingadeildinni. SSK gaf einnig hjúkrunardeildunum á HSu sælureit utandyra, sunnan undir byggingu HSu. Þar verður skjól- góð girðing, bekkir, blóm og tré, svo íbúar hjúkrunardeildanna geti gengið út og setið í skjóli og notið smá útiveru. Kvenfélag Selfoss gaf stofnuninni myndarlega peninga- upphæð upp í kaup á blöðruskanna fyrir bráða- og slysadeild HSu á Selfossi. Skanninn auðveldar skoð- un á þvagblöðru og minnkar inn- grip með tilheyrandi óþægindum og sýkingarhættu fyrir skjólstæðinga. /MHH við gjafaafhendinguna. mönnum við gjafaafhendinguna. Guðríður Helgadóttir, for- stöðumaður Starfs- og endur- menntadeildar LbhÍ ávarpaði gesti á garðyrkjuverðlaunahátíð Garðyrkjuskólans á Reykjum sumardaginn fyrsta. Sagði hún gaman að segja frá því að skólinn hafi fengið styrk frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu til að þróa námsbraut í lífrænni ræktun matjurta. „Samstarfsaðili okkar í verk- efninu er VOR, félag framleiðenda í lífrænni ræktun. Það er spennandi að sjá hvort þessi námsbraut nái að verða að veruleika fyrir haustið 2014, þegar við tökum inn næsta nemendahóp en mikil eftirspurn er eftir afurðum sem framleiddar eru með aðferðum lífrænnar ræktunar og gott tækifæri fyrir öflugt fólk að hasla sér völl á þeim markaði." Guðríður sagði að garðyrkja hefði verið í örum vexti undanfarin ár. „Áhugi almennings á ræktun hefur stóraukist og það skilar sér beint í aukinni ásókn í garðyrkjunám. Garðyrkjufræðingar eru eftirsóttur starfskraftur og góður garðyrkju- fræðingur liggur ekki á lausu," sagði Guðríður. - Sjá nánar um verðlaunahátíð Garðyrkjuskólann á bls. 24 og 25. . /HKr. Garðyrkjuskólinn á Reykjum fær styrki til að þróa námsbraut í lífrænni ræktun: Lífræn námsbraut gæti orðið að veruleika haustið 2014 Guðríður Helgadóttir. Verndun og ræktun – félag framleiðenda í lífrænum búskap (VOR) – hélt aðalfund sinn í Bændahöllinni við Hagatorg föstudaginn 12. apríl sl. Þórður Halldórsson frá Akri í Biskupstungum var endurkjörinn formaður félagsins til næstu þriggja ára. Ljóst er að uppgangur verður áfram í þessum geira á næstu árum. Áfram með Þórði í stjórn verða Kristján Oddsson, Neðri-Hálsi, Jóhanna B. Magnúsdóttir, Dalsá, Guðfinnur Jakobsson, Skaftholti, og Eygló Björk Ólafsdóttir, Vallanesi. Sérhæft nám í lífrænni ræktun ánægjuefni Þórður segir mikinn hug í félaginu enda sé margt spennandi að gerast varðandi framleiðslu í lífrænum búskap. Það sé mikið ánægjuefni að nú stefni í að hægt verði að bjóða upp á nám í lífrænni ræktun við Landbúnaðarháskóla Íslands að Reykjum í Ölfusi haustið 2014. VOR hafi átt í samstarfi við skólann við undirbúning þessa náms nú um nokkurt skeið og kærkomið sé að loks verði boðið upp á sérhæft nám í lífrænni ræktun. Hann segir að ekki veiti af því að fjölga þeim sem stunda lífræna ræktun ef horft er til þeirra markmiða sem birtast í áætluninni Efling græns hagkerfis á Íslandi – en þar er gert ráð fyrir lífrænt vottaðar vörur verði 15 prósent af landbúnaðarframleiðslu á Íslandi árið 2020. Þingsályktun um þessa áætlun var samþykkt á Alþingi í byrjun apríl sl. með öllum greiddum atkvæðum. Eins og staðan er nú þá nemur lífrænt vottuð landbúnaðarframleiðsla á Íslandi um einu prósenti af heildarframleiðslu. Aukið fjármagn vantar til aðlögunarstuðnings Á aðalfundinum kom einmitt fram, í umræðum um aðlögunar- stuðning til þeirra bænda sem vilja leggja fyrir sig lífræna ræktun og téða áætlun um 15 prósenta mark- miðið, að Bændasamtök Íslands (BÍ) hafa leitað eftir fjármagni til forsætisráðuneytisins, en það fer með stjórn á aðgerðaráætluninni. Ólafur R. Dýrmundsson, ráðunautur BÍ í lífrænum búskap, segir að þar sé gert ráð fyrir verulegum stuðn- ingsgreiðslum til þróunar lífræns landbúnaðar samkvæmt hinum stefnumótandi ákvæðum sem þar birtast. „Enn fremur hafi verið sótt um auknar fjárveitingar frá atvinnu- vega- og nýsköpunarráðuneytinu til að uppfylla ákvæði samnings á milli BÍ og ráðuneytisins frá 2011. Af fyrstu fimm árunum sem aðlögunin stendur yfir hafa bændur einungis fengið 60 prósent af greiðslunum fyrir 2011 og 30 prósent fyrir 2012. Þá ályktaði aðalfundurinn um endurreisn Fagráðs í lífrænum búskap, sem m.a. er liður í umsókn félagsins um aðild að BÍ,“ segir Ólafur. /smh Aðalfundur félags framleiðenda í lífrænum búskap: Efling græns hagkerfis og sérhæft nám í lífrænni ræktun – lífrænt vottaðar vörur verði 15 prósent af landbúnaðarframleiðslu 2020 Þórður Halldórsson, Akri í Biskupstungum, var endurkjörinn formaður Félags framleiðenda í lífrænum búskap. Mynd / smh Skýrslan er aðgengileg á slóðinni http://www.althingi.is/pdf/Graent_

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.