Bændablaðið - 08.05.2013, Qupperneq 16

Bændablaðið - 08.05.2013, Qupperneq 16
16 Bændablaðið | Miðvikudagur 8. maí 2013 Ný stjórn Búnaðarsambands Suðurlands kom saman á Höfðabrekku í Mýrdal strax eftir aðalfund sambandsins 17. apríl og skipti með sér verkum. Er Guðbjörg Jónsdóttir á Læk í Flóahreppi áfram formaður. Ragnar Lárusson er varaformaður, Jón Jónsson ritari og þeir Erlendur Ingvarsson og Gunnar Kr. Eiríksson eru meðstjórnendur. Niðurstaða ársins 2012 hjá sambandinu var tap upp á 515 þúsund. Heildareignir samkvæmt efnahagsreikningi eru 248,1 milljón og eigið fé 218,5 milljónir. /MHH Minkafitan talin vera heilnæm fyrir húðina – skeifusmiður þakkar henni það að þurfa ekki að hætta starfseminni Í síðasta Bændablaði greindum við frá áhugaverðri aukabúgrein minkabúsins á Syðra-Skörðugili í Skagafirði. Þar stefna bændur að þróun á vörum úr minkafitu, en mörg tonn af henni falla til og yrðu annars urðuð. Áralöng handavinna við verkun skinnanna sannfærði bændurna um að fitan hefði græðandi áhrif á húðina. Samstarf er nú í gangi við Matís og fleiri aðila m.a. um þróun á vinnsluaðferðum á fitunni, en um nokkurt skeið hefur þó verið hægt að kaupa smyrslið Sárabót sem unnið er úr fitunni. Í Stykkishólmi starfar skeifu- smiðurinn Agnar Jónasson og rekur þar einu skeifusmiðju landsins með konu sinni Svölu Jónsdóttur. Reynsla hans af Sárabótinni má segja að sé nokkuð áhugaverð. „Síðasta sumar var ég orðinn mjög slæmur í höndunum og átti erfitt með að stunda mína vinnu; enda höfðu myndast sprungur og sár á fingrunum. Í skeifusmíðinni er nefnilega heilmikil handavinna,“ segir Agnar. Sinkofnæmi „Þegar haustaði fór ég til læknis hér í Stykkishólmi og fékk nokkrar tegundir smyrsla en allt kom fyrir ekki. Þá var ég sendur til sérfræðings sem komst að því að ég hefði ofnæmi fyrir einu og öðru sem ylli þessu – en aðallega sinki, og af því er talsvert í skeifunum. Aftur var mér vísað á smyrsl og settur á lyf en það hafði ekki sérstök áhrif. Sérfræðingurinn hafði þá sagt að það væri ekkert annað í stöðunni en að hætta ef þetta virkaði ekki. Á þessum tímapunkti var því komið að ákvörðun um að hætta að vinna í skeifunum.“ Hrúður yfir öll sár eftir rúman sólarhring „Svo var það eitthvert sinnið að ég var að væla í viðskiptavinunum um örlög mín að Eggert nokkur Pálsson á Bjargshóli hafði haft spurnir af Sárabótinni. Hann sagði mér endi- lega að prófa þetta og ég kunni í raun ekki við annað en að gera það – þótt mér þætti þetta fáránlegt. Ég pantaði því eina dollu og fékk hana í hendur einn morguninn. Ég man að dollan var hvít og þegar ég hafði opnað hana var hún öll blóðug af fingrunum. Ég bar á mig þennan dag og kvöldið eftir var komið hrúður yfir öll sár – þetta var ótrúlegt. Ég hafði ekki verið svona góður í hálft ár. Nú er staðan sú að ég þarf ekki að hætta skeifusmíðinni þó að sárin komi alltaf aftur þegar ég er að vinna í skeifunum. Nú næ ég að halda vandamálinu í skefjum með smyrslinu góða.“ /smh Hjónin Agnar Jónsson og Svala Jónsdóttir. halda áfram vinnu sinni við skeifusmíðina. Myndir / Gunnlaugur Árnason Síðasti kaflinn í rafrænu Kjötbókinni var gefinn út á dögunum, en hann fjallar um fuglakjöt. Á aðalfundi Félags kjúklingabænda kynnti Óli Þór Hilmarsson, kjötiðnaðarmeistari og sérfræðingur hjá Matís, efni bókarinnar. Áður var búið að opna kafla um lambakjöt, nautakjöt, grísakjöt og hrossakjöt. Að sögn Óla Þórs er Kjötbókin öllum aðgengileg á vefnum án endurgjalds á vefslóðinni www. kjotbokin.is Í Kjötbókinni geta lesendur skoðað margs konar upplýsingar um kjöt. Bókin er ríkulega myndskreytt og hægt er að skoða mismunandi bita og fjölbreytta skurði. Þá eru ítarlegar næringarupplýsingar, fróðleikur um kjöt, tenglar á tengt efni og uppskriftir. Matís stendur að útgáfu Kjötbókarinnar en verkefnið var styrkt af búgreinafélögum, Landbúnaðarháskóla Íslands og Framleiðnisjóði landbúnaðarins. Ritstjórar og höfundar eru þau Guðjón Þorkelsson, Óli Þór Hilmarsson og Gunnþórun Einarsdóttir. Upplýsingar um kjöt aðgengilegar almenningi á vefnum: Fuglakjötið er komið í Kjötbókina Mynd / TB Búnaðarsamband Suðurlands : Stjórnin öll endurkjörin Konubókastofa opnuð á Eyrarbakka Rannveig Anna Jónsdóttir, alltaf kölluð Anna í Túni á Eyrarbakka, opnaði Konubókastofu á Eyrar- bakka á glæsilegri opnunarhátíð í Rauða húsinu á sumardaginn fyrsta. Einstakt á Íslandi „Markmiðið með safninu er að halda til haga þeim verkum sem íslenskar konur hafa skrifað í gegnum tíðina. Um leið og verkin fá utan um sig þetta safn er sjónarhorninu beint að þeim og mikilvægi þeirra í íslenskri bókmenntasögu. Menningararfleið kvenskálda verður miðlað með ýmsum leiðum, bæði því sem snýr að sjálfu skáldinu og/eða verkum þeirra. Safnið er einstakt á Íslandi þar sem ekkert safn hér á landi er tileinkað íslenskum kvenrithöfundum en fjölmörg tileinkuð körlunum,“ sagði Anna í Túni. Meiri upplýsingar er að finna á Facebook-síðu safnsins, www.facebook.com/konubokastofan og hjá Önnu í gegnum netfangið konubokastofan@internet.is eða í síma 862-0110. Anna í Túni. Mynd / Linda Ásdísardóttir

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.