Bændablaðið - 08.05.2013, Síða 30

Bændablaðið - 08.05.2013, Síða 30
30 Bændablaðið | Miðvikudagur 8. maí 2013 Tólf þúsund mættu á Sunnlenska sveitadaginn á Selfossi – meðal annars voru krýndir Íslandsmeistarar í heybaggakasti 2013 Talið er að um tólf þúsund manns hafi mætt á Sunnlenska sveitadaginn á Selfossi laugar- daginn 5. maí, en dagurinn var haldinn í fimmta sinn af Jötun Vélum og Vélaverkstæði Þóris. Kvöldið áður mættu um 400 sunnlenskir bændur á kynningu hjá fyrirtækjunum með léttum veitingum. Sunnlenski sveitadagurinn hefur heldur betur sannað sig og er orðinn að flottri landbúnaðarsýningu sem sómi er af. Magnús Hlynur Hreiðarsson fangaði stemninguna með meðfylgjandi myndum. Finnbogi Magnússon, framkvæmdastjóri Jötun Véla, og Þórir Þórarinsson, eigandi Vélaverkstæðis Þóris (t.v.), tóku á móti öllum bændum og öðrum gestum með handabandi þegar þeir heimsóttu fyrirtækin í aðdraganda Sunnlenska sveitadagsins föstudagskvöldið 4. maí. Guðmundur Þór Guðjónsson (t.v.), fjármálastjóri Jötun Véla, og Helgi Haraldsson, bæjarfulltrúi í Árborg og sveitamaður frá Hrafnkelsstöðum í Hrunamannahreppi, skemmtu sér vel á föstudagskvöldinu. Ekki vantaði upp á veitingarnar og bjórinn á föstudagskvöldinu, sem var í boði Olís. Bensíndælum var breytt í bjórdælur. Jórukórinn á Selfossi söng nokkur lög á föstudagskvöldinu undir stjórn Stefáns Þorleifssonar. Auður I. Ottesen, framkvæmdastjóri Sunnlenska sveitadagsins, setti dag- inn formlega laugardaginn 5. maí. allt útisvæðið kjaftfullt af fólki allan daginn þrátt fyrir lítilsháttar vætu. Auður I. Ottesen, framkvæmdastjóri Sunn lenska sveitadagsins, setti dag- inn formlega laugardaginn 5. maí. af bjórkynningunni frá Ölvisholti Brugghúsi í Flóanum. Jóhannes býr á Borg í Grímsnesi og hlær alltaf jafn hátt og mikið enda landsþekktur fyrir hláturinn. Tveir góðir, annar úr Hveragerði, Björn Pálsson (t.v.), og Páll Þorláksson, stórbóndi í Ölfusi, sem lætur sig hvergi vanta þegar eitthvað er að gerast í kringum landbúnað. Íslenska glíman var að sjálfsögðu kynnt á Sunnlenska sveitadeginum undir forystu Stefáns Geirssonar í Gerðum, sem er einn besti glímumaður landsins. heybagga kasti með kast upp á tæplega 10 metra og Silja Rún Kjartansdóttir frá Gerðum í Flóahreppi varð Íslandmeistari Sveitadagur 11: Íslandsmeistarakeppnin í heybaggakasti var hápunktur dagsins, en þar kepptu 21 karl og 3 konur. Sigurður Ingi Jóhannsson, með kast upp á tæpa 5 metra, en bagginn var um 12 kíló.

x

Bændablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.