Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.06.1960, Page 75

Læknablaðið - 01.06.1960, Page 75
LÆKNABLAÐIÐ 91 kalkanir í vöðvafestuni og jafn- vel slímpoka, án þess að nokkur sjúkdómssaga sé fyrir hendi. Sennilegt er því, að litlu máli skipti við greiningu og meðferð axlarmeina, hvort sýna megi fram á kalk við röntgenskoðun eða ekki (3, 8, 15). Þetta ber þó ekki að túlka þannig, að sleppa eigi röntgenskoðun, þvi að koma verður i veg fyrir aðr- ar alvarlegri breytingar, er kunna að valda svipuðum sjúk- dómseinkennum, en geta verið miklum mun alvarlegri (æxli, meinvörp, berklar, brot o. s. frv.). Greining og einkenni. Meinsemd þessi hrjáir mest aldursflokkana yfir fertugu; í áðurgreindum sjúklingahópum var meðalaldur um 55 ár. Um 60% allra sjúklinga voru 41— 60 ára, en aðeins um 2% undir 30 ára. 1 sömu flokkum komu um 35% til meðferðar á bráðu stigi sjúkdómsins (minna en mánaðar-sj úkrasaga, oftast að- eins fáir dagar), 35% liöfðu 1 —3 mánaða sjúkrasögu, en 30% meira en 3 mánaða aðdraganda (17). Beinar orsakir eru margvís- legar. Oft er um að ræða sjúkl- ing, sem hefur einliliða hreyf- ingu í starfi sínu, áberandi oft með handlegginn í adductio og litlum hreyfingum; oft, og það á einkum við um hin bráðustu tilfelli, hafa sjúklingar kennt lítils háttar stirðleika i öxlum án verkja eða tilfinnanlegrar iireyfihömlunar, en veikjast svo skvndilega eftir eitthvert óvænt starf eða við aukinn vinnuhraða (5, 17). Sjúklingar setja stundum veikindi sin í samband við meiðsli, en við nánari eftir- grennslan reynist það sjaldan vera orsökin. Þýðingarmest er sennilega, að jarðvegur fyrir meinsemdina er fyrir liendi, eins og áður hefur verið lýst: Ald- urs- og slithrörnun í sinum og öðrum aðlægum vefjum axlar- liðsins (2, 3, 4, 6). A það hefur verið bent, m. a. af Meulengraclit og Schwartz (12), að tiltölulega margir þess- ara sjúklinga hafi einhvers kon- ar skjaldkirtilskvilla. Velþekkt er einnig, að axlarmein eru al- geng lijá kransæðasjúklingum, sérlega þá í rúmlegu post in- farctum; e. t. v. er ekki eins kunnugt, að mjög greinileg axl- armein gela verið undanfari kransæðastíflu (4). Einnig hef- ur verið sagt, að sjúkdómurinn komi hlutfallslega oft í ljós ásamt ýmsum öðrum tilteknum meinsemdum (12, 13), en þeg- ar þær eru nánar athugaðar, sést, að þær hafa allar sameig- inlegan nefnara: Hreyfihömlun lijá öldruðu fólki með „eðlilega hrörnun" i aðlægum vefjum axlarliðsins. Höfuðeinkenni hins bráða axlarmeins er sár verkur, sem

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.