Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 01.06.1960, Side 77

Læknablaðið - 01.06.1960, Side 77
LÆKNABLAÐIÐ 93 um samtímis. Meinið getur komið sem fylgisjúkdómur margra lyflæknis- og handlækn- issjúkdóma, einnig í kjölfar ein- kenna frá hálstaugum, auk slysa og axlarmeina, eins og hér eru rædd. Moberg (8) hefur lýst lu-eyt- ingum í hendi og fingrum við handar-axlar-meinið þannig: „Á fyrri stigum kemur meiri eða minni bjúgur, mest áber- andi á handarbökum yfir mið- handarliðum. Ef hendurnar eru bornar saman, sést, að á veiku hendinni eru hnúarnir að mestu horfnir i bjúg og eðlilegar liúð- fellingar útþurrkaðar. A siðari stigum getur húðin orðið þynnri, gljáandi, og þó með þykkildum í. Utan í handarjað- arinn, þar sem bjúgurinn leitar út á yfirborðið, myndast þá, þegar bjúgurinn hefur örmynd- azt á síðari stigum, dreifður ör- vefur með þykkum strengjum i. Strengir þessir draga húðina i fellingar, og myndast þannig þykkildi, sem mjög minna á Dupuytrens-kreppu, er einmitt kemur á sama svæði.“ E.t.v. eru það þessar breytingar, sem Meu- lengracht og Schwartz (12) hafa fundið, er þeir telja áberandi fjölda tilfella með Dupuytrens- handarkreppu í sambandi við langvarandi axlarmein. Myndun fyrsta þáttarins, bjúgsins, skýrist, ef athugaðar eru blóðrásaraðstæður í hand- legg og öxl: Slagæðaþrýsting- urinn sér fyrir aðrásinni, en þrýstingur i blá- og vessaæðum er alls ófullnægjandi til þess að geta rekið vökvann aftur í hjartaátt. Til þessa þarf um- fangsmikið dælukerfi, er reist er á hinum vel þroskuðu æða- lokum ásamt vöðvahreyfingu. Virkustu dælurnar eru í hend- inni og kringum axlarliðinn, en þar af leiðir, að hreyfingar, sem verða við kreppingu hnefa og lyftingu axlar verða þýðingar- mestar. Bjúgur kemur einnig i lieil- brigða hönd, sem lialdið er í algjöru hreyfingarleysi 6—8 klukkustundir. Það skiptir því öllu máli við meðferð axlar- meina, að liægt sé að koma á hreyfingum fljótl og vel, einmitt til þess að koma í vegfyrirbjúg- myndun. Þannig er komizt hjá liættunni á myndun „handar- axlar-meins“. Hafi slíkt mein náð lokastigi sínu, torveldar það mjög alla meðferð og getur valdið ævilangri fötlun. Varðandi útilokun annarra sjúkdóma (5) hefur að framan verið drepið á sj úkdóma í krans- æðum, brjóstholi og kviði; æxli, meinvörp og meiðsli. Hér skal aðeins minnzt nokkrum orðum á spondylarthrosis columnae cervicalis og hálstaugaverki, er af þeim bréytingum kunna að stafa. Þessir sjúklingar eru yfir- leitt í sömu aldursflokkum og axlarmeinssjúklingarnir. Þeir geta vitanlega fengið vel grein- L

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.