Læknablaðið - 01.02.1965, Blaðsíða 52
22
LÆKNABLAÐIÐ
LÆKNABLAÐIÐ
49. árg. Febrúar 1965
Aðalritstjóri: Ólafur Bjarnason.
Meðritstjórar: Magnús Ólafsson
og Þorkell Jóliannesson (L. I.),
Ólafur Geirsson og Ásmundur
Brckkan (L. R.)
STÆKKUN
LÆKNABLAÐSINS.
Með þeini árgangi, sem nú er
að hefjast, verða enn nokkur
þáttaskil í sögu Læknablaðsins.
Ákveðið hefur verið af aðal-
fundum Læknafélags Islands
og Læknafélags Reykjavíkur,
að blaðið skuli stækkað, og hafa
stjórnir félaganna í samráði við
ritstjórn kosið þá lcið að fjölga
heftum, þannig að blaðið komi
framvegis út annan hvern mán-
uð. Brot blaðsins verður hið
sama og áður og einnig stærð
heftanna, en til athugunar er
að breyta nokkuð útliti kápu-
síðu síðar á árinu.
Ofangreind ákvörðun hafði
óhjákvæmilega í för mcð sér,
að fjölga vai’ð í ritstjórn, og
hafa tveir mcnn verið tilnefndir
til viðbótar þeim, sem fyrir
voru. Eru það J)eir Þorkell Jó-
hannesson af hálfu Læknafélags
Islands og Ásmundur Brekkan
af hálfu Læknafélags Reykja-
víkur. Eru þeir hér með boðnir
velkomnir lil starfa við hlaðið,
og má mikils vænta af framlagi
þeirra á þessum vettvangi.
Jafnframt því sem tilaðið
verður stækkað, hefur einnig
verið áformað að hreyta nokk-
uð til um efnisval og niður-
skipan efnisins í því skyni,
að Llaðið geti fremúr sinnt
þeim tilgangi sínum að fræða
lækna um fagleg efni og
vera vettvangur fyrir umræður
um heilbrigðismál almennt, auk
hagsnmnamála læknastéttarinn-
ar sérstaklega.
Má þar fyrst til nefna, að rit-
stjórn hefur hugsað sér, þegar
svo her undir, að leita til ákveð-
inna manna og fá þá til að
skrifa um mikilsvarðandi efni,
fagleg eða félagsleg, sem ofar-
lega eru á baugi hverju sinni,
auk þess að hirta áður flutt er-
indi. Á þennan hátt hyggst rit-
stjórnin láta meir til sín taka
um það, hvaða efni séu tekin
til meðferðar og umræðu í blað-
inu.
I öðru lagi hefur verið ákveð-
ið, að hér eftir verði í hverju
blaði birt eins konar ritstjórnar-
grein. Verði í ritstjórnargrein-
unum í fyrsta lagi fjallað um
sérfræðileg efni og nýjungar,
sem athygli vekja. Til þess að
rita slíka ritstjórnargrein verði
fengnir læknar, sem að áliti rit-
stjórnar eru hvað kunnugastir
og fróðastir um bau mál, sem
til umræðu eru. I annan stað
verði rædd í ritstjórnargreinun-