Læknablaðið - 01.02.1965, Blaðsíða 54
24
LÆKNABLAÐIÐ
HJARTASTÖÐVUN?
1. Inngangur.
Fyrst er nauðsynlegt að at-
huga skýrgreiningu á því, hvað
sé hjartastöðvun — eða stöðn-
un. Segja má með sanni, að það
hafi vafizt fyrir mönnum að
koma með skýrgreiningu, sem
taki yfir þau tilfelli, sem máli
skipta. „Skyndileg og venjulega
óvænt óhæfni hjartans til aö
halda uyyi hæfilegri blóðrás“
(Reid. 1958), er of þröng skýr-
ing, því að margir sjúkdómar,
mismunandi hægfara, eru lík-
legir til að valda hjartastöðvun,
svo sem hægfara lungna-æða-
stíflun, arhythmiur vegna af-
leiðinga kransæðastíflu o. s. frv.
Eins er það svo, ef vel er að
gáð, að þá má oftast sjá fvrir
ýmis einkenni, sem telja má
undanfara hjartastöðvunar, eins
og rætt verður um í kaflanum
um orsakir hér á eftir.
Á sama hátt er ekki unnt að
telja með í sjúkdómsheiti þessu
hina vanalegu aðför dauðans við
langvinna króniska lijartasjúk-
dóma, þvageitrun, carcinoma-
tosis eða toxæmiur, þar sem um
óbætanlegt sjúkdómsástand er
að ræða. Ég mun því miða hér
við skilgreiningu Milsteins
(1963), þar sem hjartastöðvun
er „óhæfni hjartastarfsins til að
lialda uppi nægri hlóðrás í heila,
þó að ekki sé um að ræða óhæt-
anlegan sjúkdóm“.
2. Sögulegt yfirlit.
Fyrir 116 árum, eða nánar
tiltekið 28. janúar 1848, varð
fyrsta dauðsfallið al' völduna
svæfingar, þegar Hannah Gree-
ner, ung stúlka, 15 ára, dó í
klóróformsvæfingu, er gera átti
við naglátu (paronychium) á tá.
Hér var um fyrsta tilfelli af
hjartastöðvun að ræða í svæf-
ingu, enda hafði klóróformið
verið tekið i notkun þá nokkr-
um mánuðum áður.
Með vaxandi notkun svæfing-
arlyfja varð þörfin á aðgerðum
við skyndilcga hjartastöðvun
enn þá nauðsynlegri ogstóð ekki
á tilraunum í þá átt. Áður hafði
Vesalius sýnt, að hægt var að
koma lijarta af stað, sem stöðv-
azt liafði vegna súrefniskorts í
blóði, með því að blása lofti í
barkann, og Hunter sýndi, að
framkalla mátti asystolu á
hjarta með súrefnisskorti, en
lífga það við, ef byrjað var á
öndunaræfingum innan 10 mín-
útna.
* Erindi flutt á aðalfundi Lækna-
félags Mið-Vesturlands 1964.