Læknablaðið - 01.02.1965, Blaðsíða 59
LÆKNABLAÐIÐ
25
Sá, sem fyrstur gerði þessu
veruleg skil, var Moritz Schiff
(1823—1896), sem var prófessor
í lífeðlisfræði við ýmsa háskóla
á meginlandinu. I fyrirlestri,
sem hann liélt 1. marz 1874,
mótar liann þá stefnu um með-
ferð við hjartastöðvun, sem er
í aðalatriðum eins og hún er
enn í dag; svo mjög var hann
á undan sínum tíma. Schiff
henti á, að öndunarstöðvun, sem
varð í djúpri ethersvæfingu,
gekk sjálfkrafa til baka, en svo
var ekki i klóróformsvæfingu,
þvi að þá varð hjartastöðvun
á undan. Hann hafði reynt að
lífga við dýr með því að þrýsta
á brjóstkassann, Idása lofti i
lungun og nota rafstraum, en
ekki tekizt.
Schiff heldur svo áfram í fyr-
irlestrinum: „En ef maður opn-
ar brjóstkassann, meðan lofti
er blásið niður í lungun, og
kreistir hjartað taktfast með
hendinni til þess að dæla blóð-
inu út i æðarnar, þrýstir kviðar-
hluta meginæðar saman til að
beina blóðinu til heilans og gæt-
ir þess að hindra ekki kransæð-
arnar, þá má endurlífga hjart-
að allt að HV2 mín. eftir stöðv-
un.“
Schiff benti á fleira, svo
sem notkun frystingar (hvpo-
thermia), notkun curare, blóð-
gjafa, og skýrði, að það væri
aukið streymi sáre/nis-innihald-
andi blóðs um kransæðarnar,
sem læknaði hjartavöðvabólg-
una. Þetta eru sömu aðgerðirn-
ar, sem Schiff notaði á dýrun-
um, og nú eru notaðar til þess
að koma hjartslætti af stað að
nýju á mönnum eftir hjarta-
stöðvun.
Þessari aðferð var fljótlega
beitt af læknum. Niehans í Bern
mun hafa verið hinn fyrsti, en
án árangurs. Síðan kom Tuffier,
og tókst honum að fá hjartað
í gang, en sjúklingurinn dó síð-
ar, því að um stóran lungna-
hlóðtappa var að ræða. Síðan
komu margar aðrar misheppn-
aðar tilraunir.
Árið 1901 mun lífgun hafa
tekizt í fyrsta skipli, en þó tókst
norska lækninum Kristian Igels-
rud í Tromsö að hnoða hjarta
43 ára gamallar konu, sem í lok
uppskurðar vegna legkrabba-
meins hafði skyndilega fengið
hjartastöðvun. „Hjartað var lagt
fram með því að nema burt
liluta af fjórða og fimmta rifi.
Gollurshús var opnað og hjart-
að lmoðað milli þumalfingurs
og visifingurs og löngutangar.
Hjartsláttur kom sjálfkrafa eft-
ir eina mínútu.“ Sjúklingurinn
varð alheill.
Notkun rafslraums til að
koma af stað reglulegum hjart-
slætti (defibrillera) liafði lengi
verið á tilraunastigi, og það
mun ekki hafa verið fyrr en
1947, að Beck í Ameríku tókst
þetta. Má segja, að það hafi ver-
ið sanngjarnt, þar sem hann
hafði áður gert fjórar tilraunir