Læknablaðið - 01.02.1965, Blaðsíða 61
LÆKNABLAÐIÐ
27
og bendir hin aukna tíðni síð-
ustu ára til þess, hve mikið er
nú gert að skurðaðgerðum og
rannsóknum á slíku fólki. Flest
tilfellin koma á skurðstofunum,
en 15—20% annars staðar í
sjúkrahúsunum: á sjúkradeild-
unum, á röntgen-borðinu og í
slysastofunum eða á fæðing-
arstofunum. I heimahúsum
gerist þetta sjaldan, en skráð
hafa verið till’elli, þar sem tekizt
hefur að koma lijarta í gang
þar (Clemetson 1959).
Dauðatíðnin er að visu mjög
há og hefur verið það í 50 ár
eða í kringum 70%. Árið 1906
telur Green 40 tilfelli með 78%
dauðatíðni, en 1958 telur Steph-
enson 1710 tilfelli með 71%.
Uppörvun er þó í tölum Kou-
wenhoven 1961, sem liefur 114
tilfelli með 38% dauðatíðni, en
hann styðst við ytra hjartahnoð.
Enginn vafi er á, að þessar
tölur væri hægt að lækka mikið
með almennari kunnáttu og
skjótum viðhrögðum, þegar
hjartastöðvun á sér stað. Fjög-
ur alriði eiga mestan þátt í hárri
dauðatíðni:
1) Töf á því að hefja meðferð.
2) Vankunnátta í lífgunarað-
ferðum. 3) Hræðsla við að taka
ábyrgð á að hefja meðferðina.
4) Skortur á nauðsynlegum
tækjum.
4. Orsakir.
Áður en talað verður um
helztu orsakir, er nauðsynlegt
að gera grein fyrir því, á hvern
hátt ástandi hjartans er varið,
þegar það stöðvast. Hér getur
verið um að ræða tvö atriði al-
gjörlega ólík: asvstolu eða
ventricular fihrillatio. Það er
ekki hægt að greina á sjúklingn-
um eða finna utan frá, um hvort
ástandið á hjartanu er að ræða,
því að greining gelur aðeins orð-
ið með hjartariti eða með því
að horfa á lijarlað hert. í gegn-
um heilt gollurshús er ekki einu
sinni öruggt að þekkja, livort
heldur er.
Við asystolu er hjartað mátt-
laust, slappt, hláleitt og hreyf-
ingarlaust. Kransæðarnar eru
flatar og rélzt liefur úr hugð-
um þeirra. Við ventricular fib-
rillatio sést fínn eða grófur, ó-
reglulegur titringur eða kippir
í öllu hjartanu. Hjartað er hæði
fölt og hláleitt að lit. Séu fibril-
lationir fínar, þarf að skerpa
sjónina til að sjá þær. Grófar
fibrillationir er nauðsynlegt að
þekkja frá tachycardia, en þá er
um samstilltan samdráttt á
vöðva að ræða, en við fibrillatio
verkar hvað á móti öðru, gagns-
laust. Blóðþrýstingur verður
vart nema 20—30 mm. Ilg, sem
er gagnslaus til hlóðrennslis.
Þetta getur svo hreytzt úr
asystolu í fihrillatio og öfugt,
annaðhvort af sjálfsdáðum eða
með viðeigandi meðferð. Hvatn-
ing á asystolu hjarta með hnoði
eða inndælingu á adrenalíni geta
valdið fihrillatio, og of mikið