Læknablaðið - 01.02.1965, Blaðsíða 43
LÆKNABLAÐIÐ
15
fjöldi Maríukirknanna komi
heim við það, er búast mátti
við, að af öllum lielgum meyj-
um hafi verið mestur átrúnað-
ur á Maríu Guðs móður, en uni
náið samræmi á milli fjölda
handrita af sögum hinna ýmsu
lielgu meyja og kirkna þeim
helguðum er ekki að ræða. Hinn
tiltölulega mikli fjöldi liandrita
af Margrétar sögu stafar sýni-
lega ekki af því, að margar
kirkjur hafi verið helgaðar heil-
agri Margrétu og sagan öðrum
fremur fylgt þeim kirkjum.
Samkvæm t liandritaskrám
Landsbókasafns eru í eigu þess
25 handrit al’ Margrétar sögu, en
ekkert af sögum annarra lielgra
meyja.7-8 (Handritin eru raun-
ar talin 27 í registrinu við
skrárnar. Ég get ekki séð, að eitt
þeirra, nr. 1599, geymi Margrét-
ar sögu, og nr. 8425 er vélrit
af AM 131, 12mo frá árinu 1930,
sem ég hef sleppt.) Elzla hand-
ritið er talið rilað 1660—1680,
og hið yngsta um 1895.
Hér má hæta þvi við, að „sag-
an af Margréti píslarvotti“ var
prentuð í Reykjavík skömmu
eftir síðustu aldamót, og er það
eina sagan af heilögum meyj-
um, sem mér er kunnugt um,
að hafi verið prentuð á Islandi.
Útgáfan er mjög óvönduð, ekk-
ertgetið um, eftir hvaða handriti
hún sé prentuð, né hvenær, né
hver útgefandinn sé, aðeins hlá-
her sagan og þess getið, að hún
sé prentuð í prentsmiðjunni
Gutenherg. I Fiske Collection
of Icelandic Books er prentunar-
árið talið 1906. Það er erfitt að
gera sér í hugarlund, í livaða
tilgangi sagan var prentuð eða
livaða hlutverki útgáfunni hafi
verið ætlað að gegna. Manni
finnst það vart hugsanlegt, að
hún hafi verið ætluð Islending-
um við upphaf 20. aldarinnar
til skemmtilesturs eða andlegr-
ar uppbyggingar. Sagan er ekki
uppprentun eftir útgáfu Ungers
í Heilagra manna sögum.
En við skulum nú atliuga
Margrétar sögu nánar og hera
hana saman við aðrar sögur af
helgum meyjum i útgáfu Un-
gers og sjá, hvort það megi veita
nokkra vitneskju um ástæðurn-
ar fyrir liinum mikla fjölda
handrita af sögunni.1 Ekki verð-
ur séð, að Margrétar saga skeri
sig úr hinum sögunum, hvorki
um mál né efnismeðferð, og
efnið er yfirleitt nauðalílct í
þeim öllum. Heilög Margrét
varðveitir meydóm sinn alla ævi
og híður að lokum píslarvættis-
dauða fyrir trú sína. Fyrir and-
látið kallar hún til Guðs og
mælti: „Heyrðu hæn mína. Þess
hið ég, að þváist syndir þess
manns, er les píslarsögu mína;
og hver sem einn, sá er lýsi
færir til kirkju minnar, þváist
af syndir þess á þeirri tíð . .. . “
„Enn hið ég, drottinn, sá er rit-
ar pislarsögu mína eða kaupir
þá hók fvlltu þó af helgum anda.
Og í því húsi, er hók sú er inni,