Læknablaðið - 01.02.1965, Blaðsíða 86
-18
LÆKNABLAÐTÐ
FRÁ LÆKNAFÉLAGS
Sunnudaginn 12. júlí 1964
var haldinn aðalfundur íLækna-
félagi Norð-Austurlands. Fund-
urinn var haldinn á Þórshöfn
og hófst kl. 16. Þessir læknar
voru mættir á fundinum: Þór-
oddur .Tónasson, Breiðumýri,
Daníel Daníelsson, Húsavík, og
Friðrik Sveinsson, Þórshöfn.
Þetta gerðist á fundinum:
1. Samin greinagerð til L. í. til
útskýringar j)ess að enginn
mun mæta frá félaginu á að-
alfundi L. I. í ár.
1 Læknaf. N. A. eru sem
stendur Jjrír félagar. Þrátt
fyrir miklar tilraunir hefur
engum þeirra tekizt að fá
frí, sem geri honum kleift
að sækja aðalfund L. 1. Þess
má geta að skrifstofa
landlæknisembættisins hef-
ur hvorki á jæim tíma né
öðrum í sumar getað útveg-
að okkur staðgengil.
2. Rætt um hvaða afstöðu skuli
taka til úrsagnar L. I. úr B.
'S.R.B. Þar sem sýnt er að
enginn fulltrúi verður frá
L.N.A. til að fvlgja skoðun-
um félagsins eftir með at-
kvæði sínu á aðalfundi L. 1.,
þykir ckki hrýn nauðsyn að
taka afstöðu til málsins, enda
litlar upplýsingar fyrir
hendi. Var málið eftir nokkr-
ar umræður tekið af dagskrá.
3. Rætt um héraðslæknaskort.
NORB-AUSTURLAKDS.
Fundarmenn voru allir
sammála um að svo alvar-
legl ástand hafi skapazt í
þessum efnum, að róttækra
hreytinga sé tafarlaust þörf.
Benda fundarmenn á að
læknar á svæði L.N.A. hafa
síðastliðna níu mánuði orðið
að gegna tveimur læknishér-
uðum, sem stóðu læknislaus,
með sínum læknishéruðum
og hillir ekki undir varan-
lega úrbót. Þeir álíta, að
hreytingar á læknaskipun og
launakjörum séu ekki ein-
hlítar, heldur þurfi einnig til
að koma hreytingar á
kennsluháttum og upp-
fræðslu læknanema. Verkleg
kennsla í H. I. miðast ein-
göngu við spítalavinnu, og
bendir fundurinn á að koma
mætti á kúrsus fyrir lækna-
nema, sem aðstoðarlækna
hjá héraðslæknum en ekki
staðgengla. Slíkur kúrsus
mundi kynna læknanemum
störf héraðslækna á ánægju-
legri hátt en þriggja mánaða
tilraunastarfscmi að loknu
kandídatsprófi gerir.
4. Kosning stjórnar: Friðrik
Sveinsson, Þórshöfn, formað-
ur, Þóroddur Jónasson,
Breiðumýri, og Daniel Dan-
íelsson, Ilúsavík, meðstjórn-
endur.