Læknablaðið - 01.02.1965, Blaðsíða 47
LÆKNABLAÐIÐ
17
in munnmæli hef ég lieyrt um
hana. Hún virðist hafa liðið um
íslenzkt þjóðlíf kynslóð fram af
kynslóð án hess að láta eftir sig
að kalla nokkur ummæli.
Eina ritið, sem ég hef rekizt
á, að geti um notkun Margrétar
sögu, er svonefnd „Hugrás“ eða
„In versutias serpentis recti el
tortuosi“. Það er: „Lítil liugrás
yfir svik og vélræði djöfulsins,
sem stundum gengur réttur,
stundum hlykkjóttur að spilla
mannkynsins sáluhjálp. Saman
skrifað anno 1627 af Guðmundi
Einarssyni“.9 Prófasturinn i
Snæfellsnessýslu, Guðmundur
Einarsson, ritaði Hugrás gegn
Fjandafælu og göldrum Jóns
Guðmundssonar lærða (157-1—
1658), en hann fékkst um þær
mundir við að kenna mönnum
á Snæfellsnesi galdur, að sögn
Guðmundar. Séra Guðmundur
segist styðjast við tvö afrit af
galdrakveri Jóns lærða i ádeilu-
riti sínu. Þetta kver mun nú
glatað, en af tilvitnunum séra
Guðmundar í það verður nokk-
uð ráðið í efni þess. Þar er kafli,
sem hann nefnir ljlóðstemmu-
bók, og annar heitir lausnar-
bók, en um hana farast honum
svo orð: „... . lausnarbókina
með sínum öllum stöfum, regl-
um.inntökum og excipitur, eink-
um að binda þetta við lærið á
jóðsjúkri kvinnu: Anna peperit
Mariam, Maria Christum, Eliza-
heth Johannem, Cilicium, P\e-
migium, Eorum dat salutario et
redemptio, quando parias filium
tuum hæc fæmina, og lesa þar
eftir Margrétarsögu in nomine
Patris, Filii et spiritus sancti“
(9, 128,—129. bls.). Hér er Mar-
grétar sögu ætlaður kraftur til
að leysa barn frá konu, og til
liins sama eiginleika hendir það,
að í AM 431,12 mo. kemur næst
á eftir Margrétar sögu „lausn
yfir jóðsjúkri lconu“, og eru
kaflar þar nær samhljóða því,
er segir í galdrakverinu, að
bindast skuli við lær konunni
(sjá 10, 89. og 90. bls.). Og á
eftir sögunni í Am. 433 c, 12mo
kemur: sator arepo tenet opera
rotas, sem einnig er lausn. Enn
fremur er í elztu handritunum
af Margrétar sögu gefin fvrir-
heit um, að i því húsi, er gevmi
söguna, verði ekki fætt dautt
barn eða lama.
Af framansögðu verður ljóst,
að Margrétar saga var álitin húa
yfir krafti til að varðveita móð-
ur og barn i erfiðum fæðingum.
Méi’ er ekki kunnugt um slíkan
átrúnað á söguna meðal ann-
arra þjóða en Islendinga, en v.
Hovorka og Kronfeld geta þess,
að í Oberland hafi þótt gott
að láta vígða hluti undir kodda
konu með jóðsótt og ákalla heil-
aga Margrétu (II, 566) P 1 Einnig
geta þeir um lausnarhelti heil-
agrar Margrétar. Það var klút-
ur eða hand, sem bundið var
um lendar sængurkonunni í
nafni heilagrar þrenningar og
konan siðan látin rembast og