Læknablaðið - 01.02.1965, Blaðsíða 42
14
LÆKNABLAÐIÐ
Stejenáen :
MARGRÉTAR SAGA OG FERILL
HENNAR Á ÍSLANDI.
Sagan af Margrétu mevju frá
Antiochiu er ein meðal margra
dýrlingasagna kaþólsku kirkj-
unnar, er fluttust með lienni til
Islands, eflaust upphaflega í latn-
eskum húningi, en var snemma
snúið á íslenzka tungu, eða á
12. öld að áliti Ungers.1 Af þess-
um þýðingum eru til mörg
handrit frá dögum kaþólsks sið-
ar í landinu (fyrir 1550), að visu
mjög mismörg eftir því, hver
sagan er. Er það ekkerl tiltöku-
mál, því getur ráðið mismikil
trú á dýrlingunum eða einungis
tilviljun um geymd handrit-
anna. En það er athyglisvert,
að Margrétar saga skuli liafa
verið afrituð margsinnis eftir
siðaskiptin á Islandi, og er hún
um þetta atriði einstæð meðal
sagnanna af helgum mevjum.
Þetta er ástæðan fyrir því, að
ég fór að gefa þessari sögu nán-
ari gaum, sem annars við laus-
legan leslur virðist ekki hafa
neitt það til að hera fram vfir
hinar dýrlingasögurnar, hvorki
að efni né snilli þýðingarinnar,
er réttlætt gæti þennan langa
aldur hennar með íslenzkri al-
þýðu, löngu eftir að ætla má,
að hún væri hætl að ákalla dýrl-
inga.
Samkvæmt handritaskrám
þeirra fjögurra safna á Norð-
urlöndum, er varðveita velflest
hinna fornu íslenzkra handrita,
er fjöldi þeirra af hverri ein-
stakri sögu helgra mevja, sem
hér segir: af Mariu sögu meyj-
ar 28 handrit, Margrétar sögu
14, Agnesar sögu sjö, og af sjö
öðrum sögum eru handritin
færri.2-5 Þau eru öll talin
rituð á tímum kaþólsks siðar
eða nánar tiltekið á 13. öld til
upphafs 16. aldar. Til þess að
gefa nokkra hugmynd um,
hversu útbreiddur átrúnaðurinn
á liinum ýmsum helgu meyjum
var hér á landi í kaþólskum sið,
læt ég fylgja skrá Guðbrands
Jónssonar yl'ir fjölda kirkna, er
lielgaðar voru þeim.6 Vitað er
um 442 kirkjur, hvaða dýrling-
um þær voru helgaðar. Af þeim
voru 200 helgaðar Maríu meyju,
ellefu Katrínu, sjö Maríu Magda-
lenu, sex Cecilíu, þrjár Mar-
grétu, þrjár Agötu og ein til
tvær fjórum öðrum helgum
meyjum. Segja má, að hæði
fjöldi handrita af Maríu sögu og