Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.04.1965, Page 26

Læknablaðið - 01.04.1965, Page 26
54 LÆKNABLAÐIÐ próf er talið vera jákvætt í a. m. k. % tilfellanna, ef nógu oft er prófað. Allar hafa konurnar osteo- porosis samkvæmt röntgen, en það, eða aðrar beinbreytingar, finnst í um 70% skipta, sé vel leitað. Ein kvennanna, M.J., hef- ur dálítið hækkaðan alk. f’asa eftir aðgerð, en mældist eðlileg fyrir aðgerð. Önnur hvorþessara mælinga hlýtur að vera röng. S.E. hafði geysihækkun fyrir aðgerð, eða 20—23 B.E., sem mánuði eftir aðgerð höfðu að- eins lækkað um 4—5 B.E., en þetta lífefnafræðilega einkenni er það, sem síðast hverfur við lækningu sjúkdómsins. Nýrnasteinar, nýrnavefskölk- un og einkenni, sem af þvi stafa, er að flestra áliti það, sem oft- ast rekur sjúkling lil læknis, og oftast verður til þess, að lækni dettur þessi sjúkdómur í hug. Nephrolithiasis er þannig fyrir hendi í 80% tilfellanna. En hér bregður öðruvísi við. Aðeins ein kvennanna hefur komizt undir skurðhníf vegna nephrolithiasis og orðið öðru nýra fátækari átta árum áður en orsök nýrna- steina hennar er greind. Hinar þrjár konurnar hafa alls engin einkenni, er rekja megi til hyperparathyreoid nýrnasjúk- dóms, og einungis vegna þess, að ein lcvennanna deyr skömmu eftir aðgerð úr nýrnabilun, er að því komizt við krufningu, að kalkútfellingar eru í nýrum. Helmingur kvennanna liefur haft langvarandi meltingartrufl- anir og hægðatregðu, en hvort tveggja er mjög algengl I sjúk- dómnum. Tíðni ulcus pepticum er sögð vera um 20% í hyper- parathyreoid sjúklingum, en sé leitað að hyperparathyreoidis- mus í ulcus sjúklingum, finnst hann aðeins í 1.3% tilfellanna. Hjá einum sjúldinganna fannst með áþreifingu hnútur, sem svaraði til annars lappa skjaldkirtils, og við aðgerð fannst 5 g parathyreoid æxli þeim megin, en læknar eru mannlegir, — það fannst sem sé 11 g æxli hinum megin. Baun- ar er sjaldgæft, að æxli finnist við rannsókn á undan aðgerð, því að helmingur allra æxla er 750 mg eða minni, og aðeins 25% stærri en 5 g. Neðst á einkennalista þessara kvenna hef ég sett stytt Q-T hil í EKG. Þetta einkenni, sem sést, þegar kalk hækkar 1 blóði, er talið hafa Iílið gildi lil grein- ingar, þó að bilið sé ol't áber- andi stytt. En til marks um það, hve lítil þúfa veltir oft þungu hlassi! Það var einmitt þetta einkenni, sem var í öllum kon- unum og varð lil þess i þremur þeirra að vekja grun um sjúk- dóminn og til rannsókna þeirra, sem staðfestu þann grun. Konurnar fjórar, sem hér hefur verið lýst, höfðu allar margvísleg einkenni, en voru hver annarri svo ólíkar um

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.