Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.04.1965, Page 27

Læknablaðið - 01.04.1965, Page 27
LÆKNABLAÐIÐ 55 margt, að vel gæti til greina komið að nota orðið metamor- phosis fremur en hið marg- þvælda orð syndrome lil að spanna margbreytileik þeirra og hinnar klínisku myndar hyper- parathyreoidismus primaria yf- irleitt. Til þess að greiða ögn úr flækju hinna klínisku einkenna eru hér sett í skrá þau þeirra, sem oftast er lýst og helzt koma læknum á sporið til að greina sjúkdóminn. í stórum dráttum má skipta þessum einkennum í þau, sem út af fyrir sig eru talin stafa af hækkuðu kalki í hlóði, einkenni frá nýrum og einkenni frá beinum. A. Einkenni hækkaðs kalks í blóði. 1) Kraftminnkun hypotoni ilsig hyperextensio 2) Deyfð 3) Minnkaður „þreytu- þröskuldur“ 4) Harðlífi 5) Hjartsláttaróregla 6) Lvstarleysi 7) Meltingartruflanir 8) Megurð 9) Svefnleysi 10) Hnakkahöfuðverkur 11) Geðtruflanir 12) Kalkútfellingar í vefi 13) Hvperparathyreoid crisis. Einkenni 1—7 er öll hægt að sýna fram á með tilraunum að koma fvrir, ef kalkþéttni blóðs er hækkuð. Er þetta talið stafa af því, að aukning kalk-ióna í líkamsvökvunum hefur i för með sér minnkaðan tauga- vöðva viðbragðsflýti. Áttunda einkennið, megurð, virðist aug- ljóslega geta verið fylgifiskur þeirra, sem á undan eru gengin. Ekki er fvllilega skýrt, hvað veldur einkennum 9—11, en lík- legast stafa þau af kalk-ofþéttn- inni,sem bezt þykir sannað með því, hversu oft þau hverfa ör- ugglega með lækningu sjúk- dómsins, þ. e. þegar kölkung- ar hafa verið teknir úr. Kalkútfellingar í vefi eru snar þáttur í hyperparathyreoidis- mus, og algengast er, að nýru, magi, lungu, augnslímhúð og hornhimna verði fyrir barðinu á slíku. Ekki er fyllilega vitað, hvað veldur, en um þrjá fyrst- nefndu vefina er a.m.k. vitað, að þeir eru sýruframleiðandi, en vefurinn sjálfur alkalískur, en það stuðlar að kalkútfelling- unni. Hyperparathyreoid crisis er í rauninni „crescendo et fi- nale“ j)ess, sem á undan er spil- að á stundum. Það, sem gerist, virðist vera liltölulega snögg aukning framleiðslu kölkunga- liormóns með þeim afleiðingum, að blóðkalk fer fram úr 17 mg %, blóðið þykknar, glomerular- síunin fellur niður úr öllu valdi með þar af leiðandi urea- og fosfathækkun. Lokin verða vegna samruna kalks og fosfals

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.