Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 01.08.1965, Side 27

Læknablaðið - 01.08.1965, Side 27
LÆKNABLAÐIÐ 55 lætissjúklingum hér á Klepps- spítalanum. Fju'sti sjúklingurinn var 33 ára karlmaður, sem hafði verið með hringhugasýki frá ungl- ingsárum. Aðallega bar á löng- um oflætisköstum með skamm- vinnu þunglyndi og skammvinnu eðlilegu ástandi. Þessi sjúkling- urhafði verið á mörgum sjúkra- húsum, hæði hérlendis og er- lendis. Hann hafði oft fengið rafrotsmeðferð, insulínkóma, auk largactil-trilafon-meðferð- ar, en bati ávalll verið mjög skammvinnur. Hinn 23.4. 1963 er sjúklingnum fvrst gefið lit- hitum. Sjúklingurinn var þá með mikið oflæti, en hálfum mánuði siðar er liann orðinn rólegur, prúður og eðlilegur í framkomu. Nokkrum vikum síðar er hann kominn í fasta vinnu og er í henni enn. Þessi sjúklingur kemur hingað einu sinni í mánuði lil eftirlits og hlóðtöku og er stöðugt í prýði- legu jafnvægi. Hann tekur dag- lega tvær töflur af lithium-car- honat, kvölds og morgna, og liefur engin óþægindi af því. Eins og er, eru 27 sjúklingar með hringhugasýki á lithium- gjöf, þar af 17 útskrifaðir, en þeir koma reglulega lil eftirlits og serum-lithium-rannsóknar. Af hinum 10 sjúklingum, sem eru hér á sjúkrahúsinu, er að- cins einn með oflæti; er það 33 ára karlmaður, sem kom hingað á spítalann fyrir hálfum mánuði með mikið oflæti. Fyr- ir 10 dögum var hann setlur á lithium, og er í dag með lítið oflæti. Að endingu vil ég taka fram, að reynsla okkar hér á spítal- anum af lithiummeðferð á of- lætissjúklingum hefur verið ágæt, og séu sjúklingar líkam- lega hæfir fyrir lithium og séð inn, að serum-lithiuin-magn fari ekki yfir 2 m æky/I ásamt nákvæmu klínisku eftirliti, tel ég lithiummeðferð algerlega hættulausa. HEIMILDARRIT: Schou, Mogens: Lithium i den Psykiatriske Terapi. Diss, Árhus 1959. SUMMARY. Olafsson, O.: Lithium in the Treatment of Manic Depressive Psychosis. Lithium-carbonate has been used at the Mental Hospital in Reykja- vík in the treatment of a group of twenty seven patients with manic depressive psychosis. The main indication for treatment was recurrent manic attacks. Dosage starts with 600 mgs t.i.d. and con- tinues until unquestionable im- provement of patient, or until a serum-lithium concentration of 2 milliequivalents per litre has been reached. Dosage is then reduced to approx. 300 mgs t.i.d. Results have been very good, all patients re- sponding well and continuing treatment with regular clinical and laboratory controls.

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.