Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 01.08.1965, Qupperneq 31

Læknablaðið - 01.08.1965, Qupperneq 31
LÆKNABLAÐIÐ 57 ir, eru gífurlega sjaldséðir. Stærsta rannsókn af þessu tagi nær aðeins til 44 tvennda.3 Þeim hóp var safnað með tilstyrk brezka sjónvarpsins. Ef við hugsum okkur, að sama aðferð væri viðhöfð hér á landi með sama árangri hlutfallslega, feng- ist ekki út úr því nema örlítið brot af tvíbura. Ekki er til neinn einn hlutur, sem sýni alltaf örugglega, hvort tvíburar eru eineggja eða tvíeggja. Sjaldan er hægt að fá upplýsingar um fylgjuna, en jafnvel þótt svo sé, segir það einungis, að tvíburar, sem hafa sama æðabelg, eru jafnan ein- eggja. Tvíburar, sem hafa að- skilda æðabelgi, geta líka verið eineggja, þótt hið gagnstæða sé algengara. Venjuleg aðferð til flokkunar í eineggja og tvíeggja tvíbura er að athuga hjá báð- um ákveðna eiginleika, sem vit- að er að erfast. Hér eru blóð- flokkar einna handhægastir, því að þeir erfast óháðir hverir öðr- um og óháðir öðrum eiginleik- um, og tíðni genanna er kunn. Ef flokkað er í marga undir- flokka, verður skekkjan sára- lítil. Hafi tvíburar nákvæmlega sömu blóðflokka, eru allar líkur til þess, að þeir séu eineggja. Sé munur á einum eða fleirum blóðflokkanna, er það sönnun þess, að þeir eru tvíeggja. Eineggja tvíburar eru oft svo líkir í útliti, að ekki þekkja þá sundur aðrir en kunnugir. En svipmót og aðrir ytri eigin- leikar, þótt arfgengir séu að nokkru leyti, geta breytzt meira eða minna við áhrif umhverfis. Samt er þetta líka svipmót oft nægilegt til þess að þekkja ein- eggja tvíbura. Fingraför gefa nokkrar upplýsingar, og margt fleira kemur að gagni, sem of langt væri upp að telja. Hér mun gerð grein fyrir fimmtugum tvíburasystrum (f. 1914). Við getum kallað þær Guðrúnu og Sigríði. Báðar hafa þær nýlega dvalizt hér á spítalanum vegna schizo- phrenia paranoides. Þær eru ákaf- lega líkar í útliti, hreyfingum og látbragði; hæð og þyngd mjög lík. Augnsvipur og augnalitur og eins hárafar er mjög áþekkt. Röddin er einnig mjög lík. Guðrún er elli- legri, og er það trúlega afleiðing þess, að hún hefur átt erfiðari ævi. Þessar systur voru blóðflokkaðar. Þessir flokkar voru athugaðir: ABO, MN, Rhesus, Kell, Duffy. Bar þar öllu saman. Tekin voru fingraför, en þau gefa ekki ótví- ræðar upplýsingar. Heilarit eðli- legt og svipað hjá báðum. Eðlis- greind beggja líklega um 80. Syst- urnar fæddust og ólust upp aust- ur í Skaftafellssýslu. Móðir þeirra dó, er þær voru á fyrsta eða öðru ári. Faðir þeirra kvæntist aftur, og eiga þær átta hálfsystkini. Tvö þeirra hafa legið á sjúkrahúsi vegna einhverra andlegra kvilla. Þær systur voru saman hjá föður sínum og stjúpmóður. Munu þær oft hafa búið við fremur þröngan kost. Þegar þær eru 18 ára, skilj- ast leiðir. Sigríður fer þá að heim- an, fyrst til Víkur, en síðan til Reykjavíkur árið eftir, og hér hef-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.