Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.08.1965, Síða 32

Læknablaðið - 01.08.1965, Síða 32
58 LÆKNABLAÐIÐ ur hún dvalizt að mestu síðan, ýmist verið í vist, fiskvinnu eða í verksmiðju. Nú hefur hún unnið um 10 ár í þvottahúsi og þykir góður starfsmaður, stundvís og samvizkusöm. Sigríður hefur ekki gifzt og er barnlaus. Hins vegar bjó hún með manni nokkrum fyrir tveimur til þremur árum, og hafði það miður góð áhrif á hana. Þessi maður mun hafa verið rekinn úr bæn- um. Hún hefur alltaf verið lík- amlega hraust. Tíðir hættu fyrir hálfu ári án óþæginda. Núverandi sjúkdómur: Sigríð- ur var lögð hér inn 6. marz sl. Hún hefur við komu miklar of- sóknarhugmyndir. Svo virðist sem hún hafi verið eitthvað undarleg um margra ára skeið og mun hafa fengið hræðsluköst áður, þótt það leiddi aldrei til sjúkrahúsvistar. Þar sem hún hefur búið ein, er engar upplýsingar að hafa um þetta nema frá henni sjálfri. Frá síðustu áramótum eða þar um bil hefur borið á ofsóknarhugmynd- um. Hún hélt, að samstarfsfólk sitt ofsækti sig og þar fram eftir götunum. í marzbyrjun hætti hún skyndilega að vinna, og spurðist næst til hennar þremur dögum seinna í Síðumúla. Hafði hún beð- ið lögregluna ásjár. Þaðan kemur hún svo hingað. Hún er við komu mjög hrædd um líf sitt, heldur, að sprengjur séu á bak við glugga- tjöldin, lyfin séu eitruð o. s. frv. Er sennilega með ofskynjanir. Hún hefur lítið samband við umhverfi sitt. Hún er ekki árásargjörn (ag- gressiv). Henni er þegar gefið inj. perfenazini, en síðan tabl. perfena- zini 8 mg x 3 -f tabl. benzhexoli 2 mg x 2. Hún tók að jafna sig þegar fyrsta daginn og fór fljótlega að hjálpa til á deildinni. Eftir fjóra daga var hægt að flytja hana á rólegri deild, og 22. marz er hún svo útskrifuð héðan og heldur áfram við sama starf og áður. Sjúkdómsgreining er schizophre- nia paranoides. Guðrún hefur átt talsvert ólika ævi. Hún fór úr foreldrahúsum um tvítugt og gekk síðan á ýmsu fyrir henni. Eignaðist hún tvær dætur, sína með hvorum manni. Þær eru nú um þrítugt. Fyrir 21 ári gerðist hún ráðskona hjá manni nokkrum og hefur búið með honum síðan, en þau hafa þó ekki gifzt. Með honum á hún tvítugan son og níu ára dóttur, sem bæði eru sögð ágætlega gefin. Guðrún vann um árabil í frystihúsi með heimilisstörfunum. Óvíst er, hve- nær fyrst bryddi á sjúkdómi henn- ar, en það hljóta að vera allmörg ár. Fyrir fimm árum fékk hún skyndilega hræðslukast, og hélt, að myrða ætti sig og fjölskylduna. Þetta leið smám saman frá, en hún varð þó aldrei söm. Ári síðar fór hún að sjá segulbönd hjá fólki, sem hún var að tala við. Fór hún um það leyti að tala mikið við sjálfa sig og var sífellt með of- sóknarhugmyndir, síðan fylgdi mikill æsingur, skammir, hurða- skellir o. s. frv. Lá hún á Farsótt í þrjá mánuði fyrir þremur árum. Þar fékk hún rafrotsmeðferð og lagaðist eitthvað í bili, en fljót- lega sótti í sama horf. Sumarið 1963 var hún aftur á Farsótt í sex vikur og fékk rafrotsmeð- ferð, en án árangurs. Upp úr áramótum 1963—-’64 fór Guð- rún að svelta sig að mestu og hætti að þrífa sig. Horaðist hún þá mjög mikið. Sinnuleysi hennar fór sívaxandi. Hún hætti öllum heimilisstörfum, en sat stundum langtímum saman hreyfingarlaus.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.