Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.08.1965, Page 33

Læknablaðið - 01.08.1965, Page 33
LÆKNABLAÐIÐ 59 Hún reyndi aldrei að gera öðrum né sjálfri sér mein. Guðrún var svo lögð inn í sept- ember síðastliðnum. Hún var þá með eindæmum óhrein og horuð. Hafði hún lítið samband við umhverfi sitt. Hún sat stíf og hreyfingarlaus, starandi út í loft- ið. Hún sýndi engan mótþróa, eftir að hún kom hér inn á spítal- ann, Henni var gefið tabl. perfe- nazini 8 mg x 3 og tbl. benzhex- oli chloridi 2 mg x 2. Guðrún tók þegar að braggast, og fljótlega var hægt að fá hana til að vinna dá- lítið. Leysti hún allt slikt vel af hendi. Hún var alltaf róleg, sljó og sýndi engar geðshræringar og var miklu „autistiskari“ en systir hennar. Hún hélt áfram að lagast, og upp úr áramótum fór hún að geta skroppið heim til sín. Bóndi Guðrúnar var lítt áfjáður í að taka við henni, og var það í og með orsök þess, að hún varð ekki útskrifuð fyrr en eftir sjö og hálfs mánaðar dvöl á sjúkrahúsinu. Fór hún þá heim til sín. Þessar systur eru með sama sjúkdóm. Aðalmunurinn er sá, að öll einkenni eru miklu lang- vinnari hjá Guðrúnu. Hún er vafalaust búin að vera alllengi veik. Hins vegar eru sjúkdóms- einkenni öll ferskari hjá Sig- ríði, enda aðeins fáir dagar frá því, að hún hættir vinnu sinni og til þess, að hún leggst hér inn. Sálfræðileg rannsókn, sem gerð var á þeim systrum, sýndi einn- ig þess kyns mun. Hér má því ætla, að arfgengi liggi til grund- vallar sjúkdómnum, en líklegt er, að ólík kjör og aðstæður, sem systurnar hafa búið við þeg- ar frá tvítugsaldri, setji svip sirin á sjúkdómsmyndirnar. Guðrún hefur án efa orðið fyr- ir langtum meira mótlæti en systir hennar. Hún eignast til að mynda tvö lausaleiksbörn sitt með hvorum manni. Ekkert þess konar hefur hent Sigríði, sem alla tíð er barnlaus og lengst af í fastri vinnu við góða af- komu. En ýmsir hafa komið fram með kenningar um það, að or- saka geðklofa sé að leita í frum- bernsku, þar sé um að ræða eitt- hvert óeðlilegt samband eða af- stöðu milli barns og móður. Okkur er kunnugt um aðrar tvíburasystur, tæplega sjötug- ar: Þær voru aðskildar þegar í frum- bernsku. Lóa ólst upp hjá móður sinni, sem var vinnukona á mann- mörgu heimili, þar sem heimilis- bragur var mjög glaðvær og til- tölulega frjáls. Hins vegar var þar oft sultur, og Lóa fékk mikla bein- kröm í bernsku. Gróa ólst upp hjá rosknu fólki við gnægð matar, en heimilisbragur var þar þung- lamalegur og hvers kyns léttúð eða gaman forboðið og hún barin, er henni gekk treglega að læra kverið. Systurnar þekktust ,sára- lítið í æsku. Lóa missti mann sinn, er hún var 34 ára, og áttu þau þá ungan son. Hún eignaðist dreng í lausaleik níu árum seinna. Alla ævi hefur hún unnið hörðum hönd- um og gerir það enn. Hún virð- ist mjög heilbrigð andlega og er kát og hressileg. Gróa var í vinnumennsku fram- an af og giftist ekki. Hún veikt-

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.