Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.08.1965, Page 43

Læknablaðið - 01.08.1965, Page 43
LÆKNABLAÐIÐ 69 Guðjón Lárusson: FRAMTÍÐARSKIPULAG LÆKNIS- ÞJÓNUSTU Á SPlTÖLUM. Hlutverk þessarar nefndar er að koma fram með tillögur um framtíðarskipulag læknisþjón- ustu á spítölum. Það liggur í augum uppi, að erfitt mun verða að levsa það mál, svo að öllum líki, cn fáir munu þeir vera meðal yngri lækna, sem eru ekki mjög óánægðir með það fyrirkomulag, sem nú ríkir. Nefndin hefur talsvert kvnnt scr, hvernig læknisþjónustu er háttað í þeim löndum, þar sem íslenzkir læknar stunda helzt framhaldsnám, og Jón Þor- sleinsson hefur þegar gert nokkru af því slcil. Ég mun aðallega ræða það, sem kallað er ameríska kerfið, en mig lang- ar þó til að byrja á að endur- taka örfá atriði úr skýrslu Platt- nefndarinnar, sem Jón hefur þegar drepið á. 1. í fyrsta lagi höfum við feng- ið skilgreiningu á consult- ant, sérfræðingi, og má öll- um vera ljóst, að óhugsandi er að samræma hana píra- mídakerfi okkar, þ. e. að einn sérfræðingur sé yfir öðrum, sem síðan sé setlur yfir þriðja sérfræðingiim o. s. frv. Hver sérfræðingur hlýtur að bera ábyrgð á rannsókn og stundun sjúkl- inga sinna. 2. Þá leggja Englendingar á- herzlu á samvinnu sérfræð- inga, þó ef til vill ekki enn í jafnríkum mæli og Ame- ríkumenn; l. d. ætlast þeir til, að minnst tveir sérfræð- ingar í sömu grein séu á hverri spítaladeild til þess að tryggja j)að, að þeir geti borið saman bækur sínar um vandamál, sem upp koma, og eins lil jæss, að hæfur maður sé jafnan tiltækur, ef annar hvor þeirra forfallast. 3. Þá er ekki að sjá, að Eng- lendingum finnist athuga- vert, að sérfræðingur stundi sjúklinga á fleiri en einum spítala. Platt-nefndin hef- ur athugað rækilega, hversu vinna sérfræðinga skuli vera mikil og hvernig þeir geli selt spítala vinnu sína i tímaeiningum (ákveðin laun fyrir ákveðinn vinnutíma á viku) eða „per case“, og

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.