Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 01.08.1965, Side 45

Læknablaðið - 01.08.1965, Side 45
LÆKNABLAÐIÐ 71 þeirri meðferð, sem ég t. d. veit Ijezta við hvítblæði eða ein- hver hlóðsjúkdómalæknir veit bezta við thyreotoxicosu, heldur þeirri meðferð, sem læknisfræð- in í dag veit hczla. Þetta hefur leitt til þess samvinnukerfis, „teamwork“, eða „group-prac- tise“, sem nú er svo einkenn- andi fvrir ameríska læknis- fræði. Þar vinna saman nokkrir læknar, sérfróðir í mismunandi undirgreinum, þannig, að lík- legt er, að í hópnum sé alltaf einhver, sem fær er um að levsa vandamál viðkomandi sjúkl- ings. Þetla fvrirkomulag brýt- ur á engan hátt í bága við per- sónulegt samband milli sjúkl- ings og læknis, bví að sjúkling- urinn heldur sínum uppruna- lega lækni, ef báðir óska, hversu margir ráðgefandi sérfræðing- ar sem til eru kvaddir. Hópvinna (group-practise) er þó varla lengur amerískt fvrir- brigði, því að svipuð með- ferð líðkast nú í fjölmörg- um löndum, og nú síðast i ná- grannalöndum okkar, t. d. Sví- þjóð og Þýzkalandi. Þeir, sem til þekkja, eru varla í vafa um, að hópvinna er árangursrikasta aðferð læknisfræðinnar, sem nú þekkist. En þá á ég ekki við, að hún sé hezt fyrir sjúkra- samlagið, tryggingarstofnunina, horgina eða ríkið, heldur ein- staklinginn, sem leitar sé hjálp- ar. Slík frjáls samvinna sér- fræðinga (eða almennra lækna) er auðvitað ekki samrýmanleg piramídakerfinu. 3. Þá leggja Ameríkumenn áherzlu á, að sjúklingurinn eigi rétt á að velja sér lækni (og auðvitað, að læknirinn eigi rétt á að taka við eða hafna sjúkl- ingi). Þar kemur hæði til, að Ameríkumenn leggja mikið upp úr því, sem þeir kalla „patient- doctor relationship“, persónu- samhand sjúklings og læknis, og svo liitt, að raunar er um að ræða almenn mannréttindi. Reynsla þeirra er ekki sú, að Jietta sandiand verði að rofna, þótl sjúklingurinn þurfi á spít- alavist að halda. Mörg mein eru þess eðlis, að þau verða ekki greind eða með- höndluð nema á spítölum, og í Bandaríkjunum er varla luigs- anlegt, að lækni, sem hefur sér- þekkingu til að stunda ákveðinn sjúkling, sé meinaður aðgang- ur að sjúkrahúsi. Við skulum hugsa okkur, að sjúklingur, sem þjáist af illleysanlegum meltingarsjúkdómi, leiti eða sé vísað til sérfræðings hér í borg. Ef spítalavist er nauðsvnleg, þarf sérfræðingurinn að senda sjúklinginn á einhvern spítala, og þá er algjörlega undir hæl- inn lagt, hvort nokkur læknir er á spítalanum, sem getur leyst vandamálið. Sjálfur á sérfræð- ingurinn engan kost á að rann- saka sjúklinginn þar, og nokk- uð öruggt má telja, að læknar sjúkrahússins líti á það sem

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.