Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 01.08.1965, Side 54

Læknablaðið - 01.08.1965, Side 54
76 LÆKNABLAÐIÐ í Broockhaven i New York er blandaður spítali með 105 rúm- um, og eru í tengslum við hann 90 læknar. Meðallegutími þar er Sy2 dagur. Er það vegna þess, að þar er ringulreið eða ósamræmi í störfum, eða er það vegna góðrar skipulagningar ?Er það vegna þess, að þeir fást við smátilfelli, fósturlát eða botnlanga? Þeir fullnægja þó lágmarkskröfum Joint Com- mission, sem hefur eftirlit með því, að slíkar aðgerðir séu ekki gerðar að nauðsynjalausu. Ég veit ekki um neinn íslenzkan spítala, sem fullnægir þessum lágmarkskröfum. Á Mayo Clinic koma um 200. 000 sjúklingar á ári. Þar eru samtals um 1000 læknar. Maður gæti átt von á skipulagsleysi þar. Hversdagslegustu tilfelli eru greind þar á skemmri tíma en viku, allar blóðprufur, allar röntgenmyndir, allar „consulta- tionir“. Meira að segja er form- legur stofugangur á spítölun- um, þótt hann sé ekki hátíðleg- ur. Á minni spítölum kemur liver læknir og lítur á sinn sjúkl- ing. Yerður ekki ringulreið í ordinationum ? Það leiðir af sjálfu sér, að ordinationir eru alltaf skriflegar. Það þarf að opna spítalana hér fyrir ungum sérfræðingum. Reynt hefurverið að lýsa nokkr- um af ástæðum fyrir þvi og skýrt frá, hvernig slíkt er unnt. Markmiðið með þvi er að fá belri spítala. Yið eigum sjálfir að velja á spítalana þá lækna, sem við teljum til þess hæfa. Við eigum að velja þá til ákveð- ins tíma í senn, og hver spitali verður að setja sínar eigin kröf- ur um hæfni þeirra og vinnu. Ekki má fara niður fyrir lág- markskröfur amerískra spitala. Ágæti sjúkrahúsa hér hlýtur að aukast, þegar nýjum mönn- um er hætl við. Varla gctur minni fagáliuga en á íslenzk- um spítölum, þar sem sömu menn ráða ár eftir ár og eru í engu sambandi við starfandi lækna eða sjúklinga utan spít- alans. Það þarf að fá nýja menn inn, þá sem kunna eitt og annað, sem núverandi spítalalæknar kunna ekki, og einnig hina, sem eru sérfróðir í sömu greinum. Koma þarf á umræðum um sjúklinga, umræðum, sem hein- ast að þvi að leysa vandamál sjúklinganna, og örva fagáhuga læknanna. Ef um vandamál er að ræða á „maðurinn, sem veit“ ekki að vera lokaður úti, með- an hinir eru sælir í sinni fá- fræði innan veggja spítalans. Okkur er ekki aðeins lagt á herðar að hæta læknisþjónustu spítalanna hér, lieldur líka að- stöðu sérfræðinga almennt. Það dugar ekki eingöngu að setja reglugerð um lengingu sérfræði- náms, heldur verða ungir lækn- ar líka að hafa að einhverju

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.