Læknablaðið - 01.08.1965, Page 61
LÆKNABLAÐIÐ
83
'þeirra kollega, sem á aðstoð
hennar þurfa að lialda.
Lögfræðileg aðstoð.
Félagið hefur notið aðstoðar
sömu lögfræðinga og áður.
Benedikt Sigurjónsson hrl. hef-
ur einkum aðstoðað við allar
samningagerðir við Sjúkrasam-
lag og Tryggingastofnun, en
Guðmundur Ingvi Sigurðsson
hrl. 'hefur einkum verið til að-
stoðar í launamálum sjúkrahús-
lækna eins og áður. Báðir þess-
ir mætu lögfræðingar hafa
lengi starfað hjá félaginu; eru
orðnir málefnum þess gagn-
kunnugir, og er okkur ómetan-
legur styrkur að þeirra hjálp
i sambandi við allar samninga-
gerðir. Má telja, að allar meiri
háttar ákvarðanir í launamál-
um og samningagerðum séu
börnar undir þá.
öllum }>essum nefndu starfs-
mönnum félagsins vil ég fyrir
hönd okkar allra þakka ágæt
störf á liðnu ári.
STÖRF NEFNDA.
Samninganefnd heimilislækna.
Nefndina skipuðu Halldór
Arinbjarnar formaður, Guð-
numdur Eyjólfsson og Jóhann-
es Björnsson.
Samningum heimilislækna
hafði verið sagt upp um ára-
mót 1963—1964 frá l.apríl 1964
að telja. Fundir við stjórn L.R.
hyrjuðu í lok fehrúar. Alls voru
haldnir fimm formlegir fundir
við stjórn S.R. og nokkrir ó-
formlegir; enn fremur hélt
nefndin marga fundi með lög-
fræðingum sínum. Um mánaða-
mótin marz april var gefinn
14daga frestur á uppsögn samn-
inga af ýmsum ástæðum, og um
miðjan apríl náðist samkomu-
lag um ca. 25% hækkun sam-
tals fvrir heimilislækna og liáls-,
nef- og eyrnalækna og augn-
lækna. Ýmsar smávægilegar
breytingar voru gerðar á eldri
samningum og grein sett inn í
hann um sjálfkrafa hækkanir,
yrðu kaupgjalds- og verðlags-
hækkanir í landinu á samniiigs-
tímanum. Samið var til 1. apríl
1965. Samkomulagið var síðan
samþykkt á almennum lækna-
félagsfundi í apríl með vfir-
gnæfandi meiri hluti greiddra
atkvæða. „Að fenginni reynslu
af lögfræðilegri hjálp við samn-
inga við S.R. ætti L.R. aldrei
að semja við nokkurn aðila án
þess að hafa lögfræðing með
á samningafundum,“ segir for-
maður sainninganefndarinnar.
I lok desember sl. var sagt
upp samningum heimilislækna
við S.R., miðað við 1. apríl.
Nefndin hefur nú haldið nokkra
fundi, en enn þá hafa viðræður
við stjórn S.R. ekki farið fram,
en bvrja einhvern næstu daga.
Niðurstöður síðustu samn-
inga hafa áður verið birtar og
sendar fjölritaðir til félags-
manna, og verða samningarnir
því ekki nánar kynntir hér.