Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.08.1965, Page 74

Læknablaðið - 01.08.1965, Page 74
91 LÆKNABLAÐIÐ Allmiklar umræður hafa far- ið frám innan stjórnar félags- ins um skipulag læknaþjónustu hér á landi í framtíðinni. Ber þessi málefni nú mjög á góma með læknafélögum flestra landa, og liafa víða verið gei’ð- ar mjög ýtarlegar og margþætt- ar rannsóknir á því, hvernig bezt sé að skipuleggja starfsemi lækna, bæði á sjúkrahúsum og utan þeirra. I þessu skyni var á síðasl- liðnu hausti skipuð nefnd af stjórn og meðstjórn. Er formað- ur hennar ritari félagsins, Jón Þorsteinsson, og með honuni Guðjón Lárusson og Ólafur Jensson. Hafa þeir félagar hald- ið marga fundi og safnað gögn- um frá ýmsum löndum um þær athuganir, sem þar hafa farið fram. Hefur þetta reynzt um- fangsmikið starf, en von er til, að nefndin geti lokið undirbún- ingsstörfum sínum að meslu í lok þessa mánaðar. Er þá liug- myndin, að hún leggi fram at- huganir sínar ásamt undirbún- ingstillögum um frekari skip- an þessara mála hjá okkur. Hyggst stjórn félagsins síðan leggja málið fyrir almennan fé- lagsfund til þess að kynna sem flestum kollegum, hvað atliug- anir hafa leitt í ljós. Þar sem hér er um málefni að ræða, sem snerta mjög alla lækna í landinu, má húast við miklum umræðum um þessi mál, og verður það vafalaust mikið starf fyrir félagið að vinna að þess- um málum áfram á komandi tímum. Á næsta starfsári má vænt- anlega húast við miklu starfi varðandi breytingu á kjörum fastlaunalækna, þar sem Kjara- dómur rennur út á þessu ári, og vinna nú öll félög, sem að Kjaradómi. lúta, að undirbún- ingi málefna sinna fyrir næsta Kjaradóm. Á næsta starfsári verður enn fremur mikið starf að vinna á vegum skrifstofunnar, þar sem koma þarf upp betri vélakosti, Incði í sambandi við almennan rekstur og bókhald félagsins, og undirbúa þarf í tíma flutn- ing skrifstofunnar í liúsnæði Domus Medica. En við þá breyt- ingu þarf að afla margra nýrra hluta, hæði húsgagna og annars, þar sem við njótum þar í mörgu samvinnunnar við Verkfræð- ingafélag Islands. Lokaorð. I ársskýrslu félagsstjórnar hér á undan hefur verið drepið á þau meiri liáttar málefni, sem stjórn og meðstjórn félagsins ásamt nefndum J)ess hafa haft með böndum á síðastliðnu starfsári. Að sjálfsögðu verður upptalning mála aldrei tæmandi í félagsskap sem þessum. Það skal játað, að ég hefði sjálfur kosið að geta sinnt félagsmál- efnum betur á liðnu ári en raun ber vitni. Ef stjórnarstörf sem

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.