Fréttatíminn - 16.09.2011, Blaðsíða 4
Turninum | Smáratorgi 3 | 201 Kópavogi
Sími 575 7500 | www.veisluturninn.is
Ráðstefnur & fundir
Fullkomin aðstaða fyrir allt að 500 manns
Krónan braggast
3,7%
Styrking krónu
gagnvart evru
frá miðjum júní
September 2011
Greining Íslandsbanka
fjölskyldudagur Strætó
fjölskyldudagur Strætó verður haldinn við
höfuðstöðvar Strætó bs. að Hesthálsi 14 í
reykjavík á morgun, laugardaginn 17. sept-
ember, frá klukkan 13 til 16. fjöldi vagna
verður í ferðum til og frá hátíðarsvæðinu.
fjölskyldudagurinn er hluti af evrópskri
samgönguviku sem nú er haldin dagana
16. til 22. september. Sveppi heilsar upp
á krakkana og þeir sem vilja geta fengið
tekna mynd af sér í bílstjórasæti strætis-
vagns. Hægt verður að fá far með strætó
gegnum þvottastöðina og slökkviliðið
mætir með kranabíl og hífir þá hátt í loft
upp, sem þess óska. andlitsmálun, hopp-
kastali og leiktæki verða á svæðinu. Sögu
almenningssamgangna verða gerð skil og
Strætókórinn tekur lagið. Strætó bs. er tíu
ára fyrirtæki en Strætisvagnar reykjavíkur
hófu akstur fyrir áttatíu árum. - jh
illugi aftur á þing
illugi gunnarsson,
þingmaður Sjálf-
stæðisflokks, hefur
ákveðið að taka
þingsæti sitt að
nýju. Hann vék til
hliðar í apríl í fyrra
vegna óvissu sem
upp kom þegar
rannsóknarnefnd
alþingis sendi málefni peningamarkaðs-
sjóða til saksóknara, en illugi sat í stjórn
Sjóðs 9 hjá glitni. í kastljósi ríkissjón-
varpsins fyrr í vikunni sagði illugi að
hann hefði viljað gefa yfirvöldum ráðrúm
til að átta sig á stöðu mála. Lögmanns-
stofan Lex hefði nú sent frá sér álit sem
segði að ekkert hefði verið athugavert við
fjárfestingarheimildir, fjárfestingarstefnu
og eignasamsetningu Sjóðs 9. Búið væri
að vísa málinu frá og því ekki ástæða
til að halda sig lengur frá því starfi sem
hann hefði verið kosinn til. Sigurður kári
kristjánsson hefur gegnt þingstörfum í
fjarveru illuga. - jh
Heldur færri
leigusamningar
Samhliða því að markaðurinn með kaup
og sölu á íbúðarhúsnæði hefur lifnað að
nýju hefur markaðurinn með leiguíbúðir
dregist heldur saman. fjöldi þinglýstra
leigusamninga með íbúðarhúsnæði var
6.464 á fyrstu átta mánuðum þessa árs og
fækkaði þeim um 3,1% frá sama tímabili í
fyrra, samkvæmt tölum Þjóðskrár íslands.
á sama tíma jókst fjöldi þinglýstra kaup-
samninga um íbúðarhúsnæði á höfuðborg-
arsvæðinu um 76%. Leigumarkaðurinn er
enn stór, í samanburði við það sem hann
var fyrir efnahagshrunið, sem sjá má á því
að á fyrstu átta mánuðum ársins 2006 var
3.041 leigusamningi með íbúðarhúsnæði
þinglýst. - jh
gengi krónu hefur styrkst frá miðjum júlí síðastliðnum eftir
nær samfellda veikingu frá nóvember á síðasta ári. evra
hefur ekki verið ódýrari í krónum talið frá ofanverðum
febrúar, kostar nú um 160 krónur. gagnvart körfu helstu við-
skiptamynta er gengi krónu svipað og í maíbyrjun eftir ríflega
2% styrkingu frá miðjum júlí. Styrkingin gagnvart evru á
sama tímabili nemur hins vegar 3,7%, enda hefur evran gefið
verulega eftir gagnvart helstu gjaldmiðlum það sem af er
september, að því er fram kemur hjá greiningu íslandsbanka.
Samfara styrkingu krónunnar hefur velta á gjaldeyrismark-
aði á ofanverðu sumri verið meiri en raunin var frá síðasta
fjórðungi ársins 2009, ef frá eru talin sérstök gjaldeyriskaup
Seðlabankans af bönkunum í desember í fyrra. - jh
Vinsældir Engin skólagjöld frEista nígEríumanna og kamErúna
Um 800 Afríkumenn
sóttu um skólavist í
Háskóla Íslands
aðeins brot umsækjendanna fær skólavist. Draumur margra þeirra að komast inn í landið en
óvissara um raunverulegan námsáhuga eða undirbúningsnám. aðsóknin jókst til muna eftir að
skólagjöld voru tekin upp í Danmörku og Svíþjóð.
Háskóla Íslands bárust um 800 umsóknir frá afríku fyrir þetta skólaár, einkum frá nígeríu og kamerún. aðeins brot af
umsækjendunum fær skólavist. Ljósmynd/Nordic Photos/Getty Images
H áskóli Íslands virkar sem segull á Afríkumenn. Fyrir haustmisseri sóttu um 800 Afríkumenn um skóla-
vist, einkum frá Nígeríu og Kamerún, að
sögn Gísla Fannberg, deildarstjóra við mats-
skrifstofu skólans. „Þeir eru að leita eftir
námi á Vesturlöndum,“ segir Gísli.
Það hafa yfirleitt ekki verið tekin skóla-
gjöld við háskóla á Norðurlöndunum en
þetta hefur verið að breytast gagnvart
þjóðum utan Evrópska efnahagssvæðisins.
Skólagjöld hafa verið tekin upp við háskóla í
Danmörku og Svíþjóð, en Gísli segir að enn
hafi slíkt ekki verið gert í Noregi. Háskóla
Íslands er ekki heimilt að leggja á skólagjöld.
Lagabreytingu þyrfti til ef breyta ætti þeirri
stefnu, að sögn Gísla.
„Vegna þessa er meiri ásókn í nám hjá
okkur. Það hefur alltaf verið einhver ásókn
frá þessum löndum en hún hefur verið að
aukast. Við fundum fyrir því þegar skóla-
gjöldin komust á hjá hinum Norðurlandaþjóð-
unum. Þá jókst hún,“ segir Gísli.
Hann segir að þrátt fyrir þennan mikla
fjölda umsókna frá Nígeríu, Kamerún og
öðrum Afríkuríkjum fái aðeins lítið brot um-
sækjendanna skólavist. „Það eru einhverjir
samþykktir inn en ekki margir,“ segir Gísli.
Hann segir misjafnt um hvers konar nám
Afríkumennirnir sæki en nám í viðskipta-
fræði og verkfræði þyki eftirsóknarverð-
ast. „Menn komast hins vegar ekki í þessar
greinar nema hafa mjög gott vald á íslensku
þannig að þangað fara þeir ekki beint,“ segir
Gísli.
Hann segir sitt starf felast í því að meta
próf umsækjendanna. „Þótt við fáum 800 um-
sóknir er ekki þar með sagt að við þurfum að
fara í gegnum þær allar vegna þess að aðeins
hluti umsækjendanna skilar inn gögnum.
Þetta þurfa að vera boðleg gögn. Við viljum
fá frumrit af prófvottorðum. Það er því alls
ekki þessi stóri hópur sem kemur til skoð-
unar. Vinnan er nú nóg samt,“ segir Gísli.
Gísli segir upp og ofan hvort hinir afrísku
umsækjendur, sem flestir eru karlar, hafi það
grunnnám að baki sem dugi til umsóknar
um nám á háskólastigi. „Það er án efa draum-
urinn hjá mörgum þessara umsækjenda að
fá aðsetur til frambúðar. Við höfum líka grun
um að margir sæki um skólavist í þeirri von
að komast inn í landið en svo verði minna um
nám en að var stefnt.“
Vel á annað þúsund erlendra stúdenta
sækir um skólavist við Háskóla Íslands ár
hvert en hlutfall þeirra af nemendum skólans
liggur á bilinu 5-10%. Flestir erlendra nem-
enda við skólann eru frá Evrópu, einkum
Norðurlöndunum, Þýskalandi og Póllandi
en talsverður fjöldi frá Bandaríkjunum og
Kanada.
Jónas Haraldsson
jonas@frettatiminn.is
Þótt við
fáum 800
umsóknir
er ekki
þar með
sagt
að við
þurfum
að fara í
gegnum
þær allar.
VEður föstudagur laugardagur sunnudagur
StreKKingSvindur og rigning
eða SKúrir, einKum Sunnan- og
SuðveStanlandS. FreKar Hlýtt.
HöFuðborgarSvæðið: DáLítiL
rigning annað SLagið og HLý goLa.
roFar miKið til á landinu, þó bleyta
Sunnan- og SuðauStanlandS. áFram
Hlýtt. Hægari Sa-átt.
HöFuðborgarSvæðið: Skýjað með
köfLum og að meStu Þurrt.
HvöSS S-átt þegar lÍður á daginn og
með rigningu, einKum veStatil. létt-
SKýJað norðauStan- og auStanlandS.
HöFuðborgarSvæðið: ágætiS veður
framan af Degi, en Síðan HveSSir með
rigningu.
loks regn sunnanlands
ekki er það oft sem beinlínis er ákall um
rigningu, en svo er nú eftir þurra vinda
með hvimleiðu sand- og öskufjúki. Skil frá
lægð munu ganga yfir í dag. Dálítil riging
með þeim um tíma um mest land, einkum
sunnantil. á morgun, laugardag, verðum við
á milli lægða og mikið til úrkomulaust og bjart, en
einhver rigning suðaustantil. á sunnudag
nálgast önnur myndarleg lægð. með
henni hvöss S- og Sa-átt þegar líður á
daginn og ringing vestantil. en þessa
helgina er útlit fyrir að hlýtt verði
og íbúar norðanlands fá sumar-
auka samkvæmt þessari spá.
13
11 14
12
12
14
13 16
12
12
11
11 16
15
11
einar Sveinbjörnsson
vedurvaktin@vedurvaktin.is
miðborgin okkar!
frábært veður í miðborg-
inni alla helgina. Hundruð
verslana og veitingahúsa
bjóða vörur og þjónustu.
Sjá nánar auglýsingu
á bls. 18-19 og á
www.miðborgin.is
4 fréttir Helgin 16.-18. september 2011