Fréttatíminn


Fréttatíminn - 16.09.2011, Síða 27

Fréttatíminn - 16.09.2011, Síða 27
 Kauptúni | S. 566 7070 | www.habitat.is LJÓS Í myrKri 20% afsláttur af öllum ljósum, lömpum og skermum með eiginmanninum Snorra Peter­ sen og hefur því í nógu að snúast. „Á æfingatímabilinu upplifði ég oft að geta samsamað mig mjög því sem karakterinn var að ganga í gegnum. En eftir að ég byrjaði í há­ skólanámi versnaði það um helm­ ing,“ segir Þórunn og hlær. „Að vera í náminu krefst mikils skipulags, það verður allt að fara inn í stundatöfluna. Ég verð að skipuleggja hvenær ég á að læra heima, sinna fjölskyldunni og lifa lífinu. Ég lærði mjög mikið af því að leika Helen í Sellófón því hún tekur öllu með bros á vör. Einhvern tíma var Björk að leiðbeina mér á æfingu og sagði við mig á ensku „You´ve got to love it“ og það er svo fyndið að ég hugsa oft til þessa gullkorns. Það er svo mikilvægt að hugsa já­ kvæðar hugsanir og ég er að kynn­ ast því enn betur í sálfræðinni. Innan fræðigreinarinnar eru svið sem tengja hugsunina við líkamann og það er viðurkennt að hugsunin getur haft áhrif á líkamsstarfsem­ ina. Það kom mér á óvart að ég hef brennandi áhuga á lífeðlisfræði­ legri sálfræði. Allt sem tengist taugafrumum og heilastarfseminni heillar. Það er líka svo margt sem er ókannað og þarft að komi í ljós. Hver veit nema maður eigi eftir að gera einhverjar uppgötvanir,“ segir Þórunn og brosir. Opna kannski stofu „Það er nauðsynlegt að stokka upp í lífinu öðru hvoru og ég er forvitin að sjá hvert námið leiðir mig. Sál­ fræðin getur nýst mér í leiklistinni á margan hátt – til dæmis ef ég myndi fara út í leikstjórn eða skrifa handrit en það kitlar mig þessa stundina. Svo getur vel verið að ég fari alla leið, fari í meistaranám í klínískri sálfræði og opni stofu. Ég er heppin að eiga mörg áhuga­ mál. Mig langar að bæta við mig í söngnum, læra matjurtarækt og einhvern tíma í lífinu ætla ég að læra leirlist. Mig er búið að langa til þess síðan ég var fimm ára; langar mikið að eignast svona keramík­ snúningsbekk.“ Þórunn segist líka hafa gaman af því að mála málverk. „Það er aldrei að vita nema maður geti sinnt hobbíunum þegar maður er orðinn virðulegur sálfræðingur. Ég er líka mikil áhugamanneskja um matreiðslu. Ég held að það sé best að hafa alltaf eitthvað að hlakka til, hafa alltaf eitthvað fyrir stafni og hafa umfram allt áhuga á því sem maður er að gera. Það er betra að vera með langan lista af einhverju sem maður á eftir að gera en að hlakka aldrei til neins. Svo gefst vonandi nægur tími í framtíðinni til að takast á við það.“ Þóra Karítas Árnadóttir thorakaritas@frettatiminn.is

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.