Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 01.06.1966, Side 42

Læknablaðið - 01.06.1966, Side 42
116 LÆKNABLAÐIÐ 10. tafla Niðurstöður leitar að mænusóttarveirum í saursýnum frá sjúklingum grunuðum um enteroveirusýkingu. Ár Fjöldi saursýna Sýni jákvæS fyrir mænusóttarveirum Tegund mænusóttarveiru 1960 35 9 Ætt I 1961 21 Engin 1962 39 Engin Lamanir á árinu líklega Cox. A7 1963 59 1 Ætt III 1964 111 Engin 1965 140 Engin Ályktanir Þær rannsóknir, sem að framan er lýst, bentla til þess, að síðan mænusóttarfaraldrinum 1955—1956 lauk, hafi lítið ltorið hér á mænusóttarveirum. Af því leiðir, að ekki er að vænta mikils ónæmis, sem áunnið er með eðlilegri sýkingu í þeim aldursflokk- um, sem fæddir eru eftir 1956, og því af eldra fólki, sem húsett var svæðunum, sem sluppu við þann faraldur. Svörun við mænu- sóttarbólusetningu er hér lélegri en gerist þar, sem samsvarandi athuganir hafa verið gerðar í þéttbýlli löndum. Þess er varla að vænta, að við höfum alltaf verið svo óheppin að fá til landsins lé- legt bóluefni, geyma það illa, eða séum verr að okkur í bólusetn- ingartækni en gengur og gerist. Orsakanna er greinilega frekar að leita í því fólki, sem hér er, fólki, sem tæplega hefur kom- izt í snertingu við lifandi mænusóttarveirur, síðan bólusetn- ingin hófst, og hefur takmarkaða reynslu af öðrum enteroveir- um. Fólkið hér hefur því mjög lítil tækifæri til að halda áfram mótefnamyndun gegn mænusóttarveirum af eðlilegri snertingu við þær og skyldar veirur og tapar því fvrr mótefnum, sem mynd- uð eru við bólusetningu, en fólk gerir þar, sem enteroveirur eru landlægar og hverfa aldrei alveg úr umhverfinu. Ef niðurstöður rannsóknanna, sem hér er lýst, veita nokk- urn veginn rétta hugmynd um ónæmisástandið hér nú, er ástæða til að hvetja lækna lil að íhuga, hvers þeir mega vænta í sínum

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.