Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 01.06.1966, Side 44

Læknablaðið - 01.06.1966, Side 44
118 LÆKNABLAÐIÐ Guðmundur Guðmundsson er aðstoðarlæknir á Ortopediska Kliniken í Lundi og hefur starfað þar nokkur undanfarin ár. Hann greinir hér nokkuð frá reynslu sinni af skurðaðgerðum við liða- gikt. Guðmundur Guðmundsson: AÐGERÐIR VIÐ LIÐAGIKT í HÖNDUM Hannes Finnbogason læknir skrifar stntta hugvekjn um skurðlækningameðferð við liðagikt í höndum í desemberhefti Læknablaðsins 1965. Eins og höfundur bendir á, er áríðandi að fá þessa sjúklinga til aðgerða í tíma. Mikilvægur þáttur í þeirri viðleitni er að fræða kollegana, einkum á lyfja- og giktardeildum, um þau stig sjúk- dómsins, er aðgerðir koma að sem beztum notum. Býst ég við, að þetta hafi verið aðalhvatning höfundar til skrifanna (erindisins), og er það framtak allrar virðingar vert. Mér er ljóst, að í stuttu erindi er erfitt að koma öllu að, sem máli skiptir. í efnismeðferðinni bafa þó fallið niður nokkur veiga- mikil atriði, sem að mínu viti eru ómissandi í umræðu um þetta mál. Á ég þar við þátt smávöðva handarinnar o. fl., og mun nánar vikið að því síðar. Liðagikt í höndnm byrjar oft með óstöðugum (migrerandi) liðaeinkennum, en brátt kemur í ljós, að um er að ræða bólgu í öllum „mesenchymal“ vef handarinnar. Mjög er misjafnt, hvar bólgubreytingarnar verða mestar og um leið þær aflaganir, sem með tímanum verða, ef ekki er að gert. Við Ortopediska Kliniken í Lundi hafa aðgerðir við arthritis rheumatoides i höndum stöðugt aukizt síðastliðin fjögur ár (> 200 aðgerðir árið 1965). Er höfð náin samvinna við giktarlækn- ana og sjúklingarnir flestir teknir til skurðaðgerða, á meðan þeir liggja á giktardeildinni, og fá þeir jafnframt almenna giktarmeð-

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.