Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.06.1966, Page 65

Læknablaðið - 01.06.1966, Page 65
LÆKNABLAÐIÐ 137 Tíðni nýrra sýkinga, eftir að meðferð lýkur hjá sjúklingum, eins og lýst er hér að ofan, liefur fundizt þrettánföld á við tíðni hjá fólki almennt. Mikið af nýju sýkingunum má rekja til notk- unar þvagleggja. Þvagleggi ber þvi að forðast sem mest, enda er engin nauðsyn að taka þvag til sýklatalningar með legg. Á síðustu árum liafa komið mörg ný lvf á markaðinn. Eitt þeirra, sem gagnlegt hefur reynzt, einkum i langvinnum þvag- færasýkingum, er negram. önnur, svo sem colistin, eru síðan handhæg til notkunar utan sjúkrahúsa. Einatt kemur það fyrir, að ekki tekst að útrýma sýklum, jjótt notað hafi verið lyf, sem þeir eru næmir fyrir samkvæmt næmis- prófum. Samanburður á lágmarksmagni lyfs, sem nægir til hindr- unar á sýklavexti hjá þeim, sem læknuðust og ekki læknuðust, svo og magni lyfjanna í hlóði heggja hópanna, sýndi engan mun. Hins vegar kom í ljós, að líkurnar á lækningu jukust með vax- andi magni lyfsins í þvagi. Venjulegir skammtar af lyfjum, sem gefin eru með inngjöf, ná iðulega ekki tilskildu lágmarksmagni, 1 þeim tilfellum, sem ])regðast, er freistandi að reyna stungulyf, en með þeim fæst meira magn lyfja í blóði, vefjum og þvagi. Nýrun hjóða upp á margbreytilegt umhverfi með tilliti til sýrustigs vefsins og magns ýmissa electrolyta eða annarra efna. Við vitum enn ekki, að hve miklu leyti þetta „umhverfi“ kann að uppliefja sýklaeyðandi áhrif lyfja, en líklegt er, að meiri þekking á þessu sviði geti stuðlað að farsælli árangri í þeim tilfellum, sem okkur tekst ekki að lækna núna. Ég get ekki skilið svo við þetta efni að minnast ekki á með- ferð bacteriuria á meðgöngutíma. Ef erlendar tölur um tiðni henn- ar gilda hér á landi, hafa um 300 konur á ári hverju bacteriuria á meðgöngutíma. Þeirra á meðal eru nær allar, sem fá pyeloneph- ritis acuta á meðgöngutíma eða skömmu eftir fæðingu. Með því að uppræta bacteriuria oftast með sulfa- eða nitrofurantoinlyfjum eða öðrum, samkvæmt næmisprófi, má koma í veg fyrir nær öll tilfelli af pyelonephritis acuta hjá þessum konum. Þar sem bac- teriuria kemur oftast aftur, sé meðferð rofin á meðgöngutíma, eru gefnir viðhaldsskammtar allan tímann. Því hefur enn fremur ver- ið haldið fram, að með þessu megi einnig lækka tíðni fyrirburða, en um þetta eru menn ekki sammála. Engu ómerkari en lækning sjúkdómsins eru varnirnar gegn honum. Við notkun hvers konar áhalda og þó einkum notkun Foleyþvagleggs er þvagmengun eða alvarlegri þvagfærasýking því nær regla. Á seinni árum hefur því í stað hans verið tekinn

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.