Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.06.1966, Page 67

Læknablaðið - 01.06.1966, Page 67
LÆKNABLAÐIÐ 139 LÆKNABLAÐIÐ 52. árg. Júní 1966 FELAGSPRENTSMIÐIAN H F LÆKNASKORTUR Læknasamtökum og heil- brigðisyfirvöldum landsins er hinn uggvænlegi læknaskortur hið mesta áhyggjuefni. Fyrir- sjáanlegur er mikill vandi, ef takast skal að sjá sjúkrahús- um og heilbrigðisstofnunum fyrir fullnægjandi læknisþjón- ustu. Þrátt fyrir hætt ráðning- arkjör og fullan vilja allra að- ilja til stórbættrar og fullkomn- ari starfsaðstöðu er ljóst, að ekki muni takast í náinni fram- tíð að manna nauðsynlegar stöður á sjúkrahúsum innan margra sérgreina. Þá er ekki síður alvarlegt ástand, sem er að skapast í læknisþjónustu dreifbýlisins og kaupstaða utan Faxaflóasvæðisins. Um þessar mundir gegna kandídatar eða stúdentar í síðasta hluta læknis- fræðinnar 20 læknishéruðum — og aðeins til fárra mánaða. Sex af stærstu læknishéruðum landsins hafa árangurslaust verið auglýst laus til umsókn- ar, en á flestum þeim stöðum eru sjúkrahús eða aðstaða til starfa fyrir fleiri en einn lækni. 1 nýju læknaskipunarlögun- um er gert ráð fyrir, að koma megi upp læknamiðstöðvum, þar sem þvi verði við komið, þegar fullnægt er ákveðnum skilyrðum. Er það vel, og hefur þráfaldlega verið bent á nauð- syn þessa af hálfu lækna, sem þátt í því að rjúfa einangrun héraðslæknisins, frjóvga starf hans og bæta aðstöðu hans. Læknamiðstöðvar eru þó eng- in allra meina bót og leysa ekki bráðan vanda læknaskortsins. Nákvæm athugun á samgöngu- tækni og nýtingu nýrra sam- göngutækja í dreifbýlinu fer nú einnig fram. Innan skamms munu lækna- samtökin gera nýja könnun á sérgreinavali og framtíðará- formum íslenzkra lækna heima og erlendis og kanna jafnframt afstöðu þeirra til almennra lækninga. Er þess að vænta, að undirtektir og viðbrögð við þessari könnun verði skjót og almenn, því að mikið er í húfi. *

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.