Læknablaðið - 01.06.1966, Page 68
140
LÆKNABLAÐIÐ
BUÉF TBL BLAÐSMNS
BETRA ER AÐ ÞIGGJA ÖLMUSU
EN SVELTA I HEL
Herra ritstjóri!
í 2. hefti 50. árg. Læknablaðsins birtist furðuleg ritstjórnargrein.
Þar er talað af fjálgleik um góð skilyrði á íslandi til læknisfræðilegra
rannsókna með notkun nútímatækni „í stórum stíl“. Hins vegar hyggist
erlendir vísindamenn með „gnægð fjár“ vinna að verkefnum á Islandi.
Segir svo: „Það er hart aðgöngu fyrir íslenzka lækna, sem eiga að
halda uppi orðstír fræðigreinar sinnar hér á landi, að horfa á eftir
beztu rannsóknatækifærunum til útlendinga og fá engu um þokað.“
Vill ritstjórnarmaðurinn setja lögbann við rannsóknum útlendra á. ibú-
um íslands.
í næsta hefti Læknablaðsins má síðan lesa harmatölu meinafræð-
ings. Laun hans eru af svo skornum skammti, að hann telur sig rétt
geta annað daglegum rútínu-nauðsynjastörfum, en síðan verði hann að
hlaupa í „stormasamt starf heimilislæknisins“, á meðan sérfræðiþekk-
ing og vísindaþjálfun, numin í einni af beztu læknisfræði- og vísinda-
stofnun heims, „gulni af elli og notkunarleysi“.
Hér virðast stangast illilega á háfleygar hugsjónir ritstjórnarinnar
um vísindi í stórum stíl og raunaleg reynsla vísindamannsins á íslandi.
Á erlendum sjúkrahúsum, sem einhvers eru megnug, þykir jatnsjálf-
sagt að stunda vísindarannsóknir og sjúklinga. En fjárveitingavaldið á
íslandi mun ekki hafa komið auga á þetta, enda ber fjöldi vísindarit-
gerða árlega frá íslenzkum heilbrigðisstofnunum þess sorglegan vott.
Meðan svo er í pottinn búið, gengur það glæpi næst að láta hafa
eftir sér á prenti, að bezt sé að banna læknisfræðilegar rannsóknir á
íslandi, kostaðar og með þátttöku erlendra aðila. Vísindarannsóknir
nú á dögum í læknisfræði eru yfirleitt framkvæmdar af hóp frekar en
einstaklingum. Er óhugsandi að skipuleggja stórverk á íslandi né safna
gögnum án hjálpar íslenzkra lækna. Því væri mun vonbetra um bættan
„crðstír fræðigreinarinnar hér á landi“, ef hægt væri að laða erlenda
vísindamenn að landinu en að banna þeim landið.
Ef til vill er bót einhvers meiri háttar bölvalds fólgin í rannsókn-
um á íslandi. Vill ritstjórn Læknablaðsins banna hana með lögum?
London, maí 1966.
Árni Kristinsson.