Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 01.10.1966, Side 48

Læknablaðið - 01.10.1966, Side 48
214 LÆKN ABLAÐIB að aðgæzla ölvaðra nianna og gát er minni en algáðra. Á hitt ber |jó einnig að líta, að etýlalkóhól virðist beinlínis auka á eiturhrif tetraklórmetans (shr. Hardin að framan). 1 þessu sambandi má geta þess, að etýlalkóhól virðist auka frásog (absorptio) tetra- klórmetans frá meltingarvegi (Mtþller 1965). Stewart et al. (19C0) hafa enn fremur sýnt fram á með tilraunum á kanínum, að etýl- alkóliól eykur frásog tetraklórmetans frá lungum. Aukið frásog getur þannig hæglega skýrt magnandi verkun etýlalkóhóls á tetra- klórmetaneitrun, enda þótt önnur atriði geti líka valdið nokkru um. Hér er væntanlega einnig að verulegu leyti að leita skýringar á hinni miklu tíðni tetraklórmetaneitrana meðal drukkinna manna og drykkjumanna. Eftirtektarvert er, að þrír af fjórum sjúklingum með tríklór- etýleneitrun voru konur (2. tafla), en einungis karlar höfðu veikzt af tetraklórmetaneitrun (1. tafla). Athyglisvert er enn fremur, að engar heimildir eru um tríklóretýleneitranir eftir 1952, enda þótt tríklóretýlen hafi verið selt og notað í ríkum mæli á árunum 1952—1964 (sjá 3. töflu). Naumast er nokkur skýring sennilegri á ];essu atriði en sú, að tríklóretýleneitranir hafi verið fátíðar hin síðari ár (sbr. hér á eftir). Þá er og eftirtektarvert, að ekki virtist vera sérstakt samband milli áfengisneyzlu og tríklóretýleneitrana. Er því í þessu tilliti sem og í ýmsum öðrum greinilegur munur á tetraklórmetan- og tríklóretýleneitrunum. Megi dæma af þeim fáu tríklóretýleneitrunum, er hér ræðir um og til meðferðar hafa komið á spítölum, er enn fremur að ætla, að bráðar tríklóretýleneitranir séu yfirleitt vægari en bráðar eitranir af völdum tetraklórmetans (sbr. sjúklinga XII, XIV og XV). Meinefnafræðilegar rannsóknir voru mjög fáar, en renna þó frekast stoðum undir þessa skoðun, svo langt sem þær ná (2. tafla). Engum getum verður þó leitt að því, hverjar batahorfur sjúklings XIV kynnu að hafa verið, en hann virðist hafa fengið ranga meðferð og látizt aspirationes causea. Abrahamsen (1960) hefur lýst svipaðri eitrun í 41 árs gömlum manni, er drakk 40 ml af tríklóretýleni til þess að fyrirfara sér. Sjúklingur þessi fékk góða meðferð og var raunar orðinn allhress á fjórða degi. Hann Iiafði hvorki einkenni um lifrar- né nýrnaskemmdir. Sjúklingur XIII hafði sérstöðu að því leyti, að dauða hans mátti að verulegu leyti rekja til köfnunar í rúmfötum. Kona þessi var fíkin í tríklóretýlen (tríklóretýlen-evfóman) og hafði því
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.