Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.12.1972, Page 9

Læknablaðið - 01.12.1972, Page 9
LÆKNABLAÐIÐ L/EKNAFÉLAG ÍSLANDS OG L/ÆKNAFÉLAG REYKJAVÍKUR Ritstjóri fræðilegs efnis: Páll Ásmundsson Ritstjóri félagslegs efnis: Arinbjörn Kolbeinsson 58. ÁRG. DESEMBER 1972 6. TBL. Dr. med. Guðmundur Björnsson SJÓNVERND HUGLEÍÐÍNG UM SJÖNVERNDARMÁL HER Á LANDI Sjónvernd er einn veigamesti þáttur í heilsugæzlu, bæði frá sjónarmiði þjóðfélagsins og einstaklinga þess. Meginþættir hennar eru sjúkdómavarnir, sjúkdómaleit og viðeigandi meðferð á greindum sjúkdómum. Sjónvernd þarf að ná til allra aldursflokka þjóðfélagsins; hjá börnum er sjúkdómaleitin mikilvægust, hjá ungu fólki og miðaldra er fræðslustarfsemin veigamest, og hjá hærri aldursflokkum er svo sjúkdómaleitin aftur þýðingarmesti þáttur sjónverndar. Meðal yngstu aldursflokkanna er augnskekkja og ýmsir sjón- gallar algengustu sjúkdómar, sem þarf að greina og veita viðeigandi meðferð í tæka tíð. Meðal ungs fólks eru slysin algengust, en hjá miðaldra og eldra fólki er gláka veigamest. Sjónvernd og augnlæknisþjónusta kemur með fyrsta augnlækninum, Birni Ólafssyni, sem hóf störf 1890, fyrst sem héraðslæknir í Rangárvallasýslu og á Akranesi, en 1894 fær hann styrk frá Alþingi fyrir atbeina Björns Jóns- sonar, ritstjóra ísafoldar, til þess að setjast að í Reykjavík og sinna eingöngu augnlækningum og til að ferðast um landið og veita fólki augnlæknisþjón- ustu. Skipuleg augnlæknisferðalög hefjast þó ekki fyrr en 1931, að sett eru lög um augnlæknaferðir, og má þá segja, að sérfræðiþjónusta á sviði augn- lækninga hafi með takmörkuðum og ófullkomnum hætti náð til allra lands- manna. Á árabilinu 1931-1969 urðu ekki grundvallarbreytingar á augnlæknis- þjónustu hér á landi. Sérfræðingar höfðu aðsetur í Reykjavík og einnig að jafnaði á Akureyri, en augnlæknisaðgerðir voru framkvæmdar á Landakots- spítala og á FSÁ, án þess að þar væri um sérstakar augndeildir að ræða. Tímamót í þjónustu þessari markast með stofnun augndeildar á Landa- kotsspitala haustið 1969. En eins og áður er sagt, er fræðslustarfsemi veiga- mikill þáttur í sjónvernd. Þekking á tíðni, dreifingu og orsökum augnsjúk- dóma er nauðsynlegur fræðslugrundvöllur, og i því efni markar doktorsrit- gerð Guðmundar Björnssonar „The Primary Glaucoma in Iceland“ 1967 ótví- ræð tímamót, þar sem hann kannar tíðni og útbreiðslu gláku og rannsakar einnig umhverfisþætti, sem áhrif geta haft á þennan sjúkdóm. Þetta rit hefur
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.