Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 01.12.1972, Qupperneq 10

Læknablaðið - 01.12.1972, Qupperneq 10
188 LÆKNABLAÐIÐ skapað traustan grundvöll fyrir fræðslu almennings um gláku, tíðustu blindu- orsök meðal Islendinga. Segja má, að þekkingarleg afstaða og áhugi almenn- ings á þessum sjúkdómi hafi gjörbreytzt á undanförnum 5 árum, og hefur þar komið til, auk doktorsritgerðar Guðmundar Björnssonar, meðal annars almenn augnskoðun Hjartaverndar og hin yfirgripsmikla fræðslustarfsemi, sem Lionsfélögin og augnlæknar stóðu að sl. vor. Var sú fræðsla til fyrir- myndar að framsetningu og fyrirkomulagi, þannig að hún náði til fólksins og bar jákvæðan árangur. Heildarskipulag sjónverndarmála er veigamikill þáttur í heilsugæzlu sam- félagsins og getur haft örlagarík áhrif fyrir marga þjóðfélagsþegna. Læknablaðið hefur farið þess á leit að fá að birta grein um skipan sjón- verndarmála hér á landi eftir dr. Guðmund Björnsson, augnlækni, enda þótt greinin sé ekki eingöngu samin fyrir lækna, heldur einnig fyrir stjórnendur heilbrigðismála og aðra þegna þjóðfélagsins almennt. Ritstjórar FORSPJALL 1 árslok 1970 sat á rökstólum í Kaupmannahöfn nefnd sérfræð- inga á vegum Evrópusvæðis WHO til þess að kanna ástand sjónvernd- armála og gera tillögur um varnir gegn sjóndepru og blindu. Niður- stöður nefndarinnar voru þær, að blinda væri vaxandi heilbrigðis- vandamál í löndum Evrópu, þrátt fyrir framfarir á sviði augnlækn- inga. Nefndin leit svo á, að hægt væri að hamla á móti ýmsum blindu- valdandi sjúkdómum með því að finna þá á byrjunarstigi og koma þannig í veg fyrir, að þeir orsökuðu blindu eða skertu verulega sjón. Væri þetta unnt með nútímatækni, ef leitað væri skipulega meðal fólks, einkum þar sem sjúkdómslíkurnar eru mestar. Þeir sjúkdómar, sem sérfræðinganefndin lagði mesta áherzlu á að finna á frumstigi og halda í skefjum eða lækna, voru gláka, augn- breytingar af völdum sykursýki, skjálgur, sjúkdómar, sem valda sjón- taugarrýrnun, ýmsir arfgengir sjúkdómar meðal barna (buphthalmos, retinoblastoma og galactosaemia) og eiturverkanir af lyfjum. Auk þess leggur nefndin til, að víðtækari faraldsfræðilegar rannsóknir á sjúkdómum, sem valda blindu, verði gerðar, til þess að hægt sé að bera saman tíðni og orsakir blindu meðal þjóða.12 Hér á landi hefur löngum verið hljótt um sjónverndarmál meðal almennings og heilbrigðisyfirvalda og skipuleg starfsemi á sviði þessa þáttar almennrar heilsuverndar hefur ekki verið fyrir hendi, enda lítið verið unnið að sjónvernd fram yfir það, sem of fáir augnlæknar og nokkrir fórnfúsir einstaklingar og félagssamtök megna, og má þar nefna höfðingleg framlög Lionsmanna til augndeildar St. Jósefsspítal- ans í Reykjavík. Er því tími til kominn að skipuleggja þessi mál og það því fremur, þar sem tíðni blindu meðal aldraðra hefur verið hærri hjá okkur íslendingum heldur en hjá nokkurri nágrannaþjóð okkar og mestan hluta þessarar blindu er hægt að fyrirbyggja með viðeigandi aðgerðum. Sjónvernd hér á landi ætti fyrst og fremst að beinast að þeim sjúkdómum, sem valda mestum skaða á sjón og hægt er að fyrirbyggja eða tefja til muna fyrir, ef þeir finnast á byrjunarstigi, eða áður en varanlegt sjóntap er orðið. Þessir sjúkdómar eru fyrst og fremst gláka
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.