Læknablaðið - 01.12.1972, Page 21
LÆKNABLAÐIÐ
195
komin, einkum hvað snertir starfsblindu, segir þetta ef til vill ekki
nema hálfa söguna um blindu hér á landi, eins og hún er í dag. Þó
að blinda hafi minnkað síðan 1950, síðast er blindrakönnun fór fram,
má af tölum héraðslækna ráða, að blinda meðal aldraðs fólks sé enn
óeðlilega há, miðað við aðrar þjóðir, þar sem almenn heilbrigðisþjón-
usta er á svipuðu stigi.
Við fyrrnefndar athuganir, sem ég gerði árið 1950, kom í ljós, að
um 75% allra blindra 60 ára og eldri höfðu misst sjónina af völdum
hægfara gláku. Aðrar helztu blinduorsakir þá voru ský á augasteini,
GRAPH 3
8//nc/ness ra/es /n age groaps /n Ice/onc/ os comporec/
W///? some o/Aer coon/r/es. C//?e cori/es /or £rp/onc/
/Re //e/Rer/ona's, onc/ //?e i/n/Zea' S/o/es ore c/rawn Irom
c/o/a g/icen /n Ip/o'em/o/og/co/ onc/ l/?/o/ S/a//s//cs
Repor/ 6 //o. / rJooJ /RSS)