Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 01.12.1972, Qupperneq 22

Læknablaðið - 01.12.1972, Qupperneq 22
196 LÆKNABLAÐIÐ illkynja nærsýni, afleiðing ýmissa bólgusjúkdóma, æðakölkun í augn- botni og slys. Af framansögðu sést, að gláka er alvarlegur augnsjúkdómur og er langalgengasta blinduorsök hér á landi. Erlendis er blinda af völd- um gláku um 10-15% allra blindra, en hér er þessi tala mun hærri. Árið 1950 var hún um 60%. Er hún sennilega nokkru lægri núna. Gláka er því þjóðfélagsvandamál hér á landi og hefur verið um lang- an aldur, en sem betur fer er hægt að leysa það með viðeigandi að- gerðum. Það er ekki ýkja langt síðan læknar vissu, hver er aðalvaldur blindu hér á landi. í grein um gláku, er Guðmundur Hannesson skrif- aði í Læknablað sitt árið 1904, þegar hann var héraðslæknir á Akur- eyri, segir: „Fyrir nokkrum árum hitti ég danskan lækni, dr. med. Gad, sem fræddi mig á nokkru, sem ég vissi ekki fyrr, þó skömm sé frá að segja, nefnilega frá því, að á íslandi eru ca. tífalt fleiri blindir en í flestum siðuðum löndum. Honum þótti þetta sem vonlegt var hin mesta óhæfa og var svo hughaldið að vita um orsök þessa, og lagfæra það, ef unnt væri, að hann ráðgerði að ferðast hingað, þó farizt hafi það fyrir. Hann spurði mig hvernig á þessum ósköpum stæði, en ég var ófróður um það. Nú veit ég að orsökin er glaucoma, glaucoma og aftur glaucoma!“ Ástandið í þessum málum er að vísu ekki eins slæmt og það var, þegar þetta er ritað fyrir hart nær sjö áratugum, en okkur hefur ekki tekizt enn að leysa þessi mál svo viðunandi sé, enda skort heildarskipulag til að koma þessum málum í farsæla höfn. Há tíðni blindu í mörgum þróunarlöndunum orsakast af ýms- um smitsjúkdómum og er trakóma einn aðalvaldur blindu í mörg- um löndum í Asíu og Afríku. Talið er, að hermenn Napóleons hafi borið trakómu, sem einnig er nefnd egypzka augnveikin, til Evrópu. Gekk hún sem farsótt víða í álfunni, einkum meðal hermanna, í skól- um og fátækraheimilum, og varð algeng blinduorsök. Með því að vera stöðugt á verði, höfum við íslendingar verið svo gæfusamir að losna algjörlega við þennan háskalega sjúkdóm. Lekandabólga í augum ungbarna og unglinga var tíð blinduorsök í nágrannalöndum okkar fram eftir þessai’i öld. Á fyrstu árum þessarar aldar voru um 30% nemenda í blindraskólum í Englandi og' Banda- ríkjunum, blindir vegna afleiðinga lekandabólgu í augum.10 Með notk- un silfurnitratdropa í augu nýfæddra, fór blinda af þessum orsökum minnkandi, og ekkert nýtt tilfelli hefur bætzt við í Danmörku eftir 1934 og í Englandi eftir 1945. Þar sem við íslendingar höfum losnað við blindu af þessum orsök- um, höfum við haft lægri tíðni blindu meðal barna en margar aðrar þjóðir. Er það vafalaust því að þakka, að þegar fyrir síðustu aldamót var ljósmæðrum gert að skyldu að dreypa silfurnitratdropum í augu allra nýfæddra barna. Meðfædd sárasótt var allalgeng blinduorsök erlendis, en gætti mjög lítið hér á landi. Með blóðrannsókn á verðandi mæðrum og lækningu, hefur blindu af völdum sárasóttar verið útrýmt hér á landi. Holdsveiki blindaði marga hér á landi, er hún var landlæg. Af 58
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.