Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 01.12.1972, Qupperneq 28

Læknablaðið - 01.12.1972, Qupperneq 28
202 LÆKNABLAÐIÐ augun vinna ekki saman, og æskilegt er, eða réttara sagt nauðsynlegt, að allri meðferð sé lokið áður en barnið byrjar skólagöngu, af ástæðum, sem að framan greinir, og ég mun síðar víkja að. Það má því með sanni segja, að þeir, sem ekki fá bata með réttri læknismeðferð þegar á barnsaldri, læknist ekki að fullu úr því. Að vísu er unnt að fá augun réttstæð með skurðaðgerð á hvaða aldri sem er, en það er ekki nema sýndarbati. Það er aðeins útlitið, sem breytist: Augun verða réttstæð, en geta ekki unnið saman. Það er því áríðandi, að sem flestir viti, að ekki má draga meðferð á rangeygum börnum á langinn og lækningu þarf að hefja, strax og einkenni koma í ljós. Það er hættulegur misskilningur, sem virðist vera allríkjandi, að halda, að skjálgur læknist af sjálfu sér, þegar barnið eldist. Að vísu verða augun oft réttstæð með aldrinum, þótt ekkert sé að gert, sér- staklega ef skekkjan er lítil, en barnið lærir ekki að nota bæði augun saman, og hætta er á, að annað augað verði sjóndapurt eða nærri blint. Meðferð á augnskekkju fer eftir því, hvers eðlis skekkjan er, og má skipta henni í fjóra meginþætti: 1. Notkun gleraugna. 2. Meðferð á sjóndepru (occlusions meðferð), þegar annað augað er sjóndapurt. 3. Skurðaðgerð. 4. Augnþjálfun (orthoptisk meðferð). Ekki er alltaf nauðsynlegt að beita öllum þessum aðgerðum við hvern sjúkling. Mun aðeins verða rætt um síðasta atriðið hér á eftir. Augnþjálfun. Á undan og eftir skurðaðgerð og þegar þær aðferðir, sem lauslega hefur verið minnzt á, nægja ekki, til þess að barnið geti beitt báðum augum saman á réttan hátt, er æskilegt að grípa til með- ferðar, sem á ensku nefnist „orthoptic training“, en á íslenzku mætti nefna augnþjálfun, samþjálfun eða samhæfing augna. Þessi aðferð er fólgin í því að kenna barninu að beita augunum saman með sérstök- um áhöldum, sem eru allmargbrotin og gera barninu kleift að fella saman tvær myndir, þó að augun séu rangstillt. Þetta er nokkurs konar andleg þjálfun, sem stuðlar að því að þroska þá stöð í heilanum, er sér um samruna tveggja mynda, sinnar frá hvoru auga, og fram- kallar þrívíddarsjón. Er þessum æfingum haldið áfram, unz barnið nær valdi yfir augunum og sæmileg samsjón er fengin. Augnþjálfun er æskilegur liður í meðferð augnskekkju, og nægir hún oft ein, sérstaklega þegar skekkjuhornið er lítið, og er oft æskileg bæði á undan og eftir skurðaðgerð. Auk þess að vera mikilvægur þátt- ur í meðferð augljósrar augnskekkju, kemur slík þjálfun oft að gagni við dulda augnskekkju, sem orsakar augnþreytu og höfuðverk. En dulin augnskekkja nefnist það, þegar augun eiga í erfiðleikum með að vinna saman, og oft þarf ekki nema litla áreynslu, til þess að ein- kenni komi í ljós. Augnþjálfun er sérstök grein innan augnlækninganna. Tækni- menntað fólk, venjulega konur, annast þessa þjálfun og nám tekur rúm tvö ár. Starfa sérskólar í þessum fræðum. Eru þeir venjulega í
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.