Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.12.1972, Síða 34

Læknablaðið - 01.12.1972, Síða 34
204 LÆKNABLAÐIÐ vestrænum löndum eru víðast hvar sérstök glákuklíník og augnþjálf- unardeild fyrir rangeyga. Verður nú drepið á þau verkefni sjónverndarstöðvar, sem eru mest aðkallandi og þola vart bið. Leit að leyndri gláku. Eins og áður segir, birtast engin augljós glákueinkenni, þau er fólk getur áttað sig á, fyrr en um seinan er sjóndepra, sem ekki er hægt að bæta, fer að segja til sín. Gefa ætti fólki kost á því að leita til glákuleitarstöðvar, til að ganga úr skugga um, hvort það gengur með sjúkdóminn leyndan. Með aukinni fræðslu um gláku, einkum nú síðari árin, er það að verða æ algengara, að fólk fari gagngert til augnlækna til að fá úr því skorið, hvort það gengur með sjúkdóminn, einkum þó ef blinda er í ættinni. Með núverandi fyrirkomulagi augnlæknisþjónustunnar komast færri að en vilja í þessum tilgangi, því að margir augnlæknar geta nú vart sinnt meira en bráðatilfellum. Til þess að ná til sem flestra, þarf að skipuleggja leit að sjúkdómnum, sem byrjar að gera vart við sig upp úr fertugsaldri. Höfuðverkefni glákuleitarstöðvar er að skipuleggja leit að leyndri gláku. Að leita meðal allra landsmanna á glákualdrinum, þ. e. fjörutíu ára og eldri, er mikið fyrirtæki. Tel ég það nær útilokað, eins og mál- um er nú háttað, bæði vegna þess hvað kostnaðarsamt það yrði og vegna skorts á sérhæfum mannafla til þess að framkvæma slíka leit. Ekki er nægilegt að leita aðeins einu sinni, heldur yrði slík leit að fara fram á nokkurra ára fresti. í stað allsherjarleitar er hægt að ná til margra á annan hátt og auðveldari. Þó væri athugandi, hvort ekki væri möguleiki að leita skipulega í völdum aldursflokkum og í starfs- hópum. Sameina mætti leit að gláku og öðrum sjúkdómum. Góð reynsla hefur þegar fengizt af leit að gláku á Rannsóknastöð Hjarta- verndar. Leitarstöð Krabbameinsfélaganna er og kjörinn vettvangur fyrir slíka leit. Aðeins þarf að sérþjálfa hjúkrunarkonu til slíkra starfa. Leita ætti að gláku meðal vistunarsjúklinga á sjúkrahúsum og elliheimilum. Af 3558 sjúklingum, sem lágu á St. Jósefsspítala í Reykjavík árið 1970, voru 1535 fertugir og eldri, eða um 43% af heildartölu sjúklinga í spítalanum. Á sjúkrahús landsins kemur því árlega stór hópur sjúklinga á glákualdrinum. Væri þar góð þjálfun fyrir lækna og kandídata í augnþrýstingsmælingu. Leit að gláku með þrýstingsmæli einum er aðeins gróf sía. Þegar augnþrýstingurinn er á mörkum hins normala og sjúklega, er með þrýstingsmælinum einum ekki hægt að ákveða, hvort um sjúklegt ástand er að ræða eða ekki. Til þess þarf miklu nákvæmari rannsókn, sem ekki er hægt að gera nema á stofnun, sem búin er fullkomnum augnrannsóknartækjum. Væri æskilegt, að glákuleitarstöð gæti tekið við slíkum vafatilfellum og þeim, sem hafa ótvíræða þrýstingshækkun, og gert á þeim fullkomna rannsókn. Augnlækningaferðalög á vegum heilbrigðisstjórnarinnar ættu að beinast meir að skipulegri leit að gláku úti á landsbyggðinni, og æski- legt væri, að samstarf væri á milli stöðvarinnar og þeirra lækna, sem
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.