Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.12.1972, Page 58

Læknablaðið - 01.12.1972, Page 58
220 LÆKNABLAÐIÐ LÆKNABLAÐID 58. árg. Desember 1972 PELAGSHMt.N 16Mlt)| AN H.F. Hamskipti Með þessu hefti lýkur 58. ár- gangi Læknablaðsins. Frá upp- hafi hefur blaðið verið í sama broti, þótt breytingar hafi orðið á útliti, pappír og prentun. Eftir allnána yfirvegun hefur nú verið ákveðið að breyta broti blaðsins þegar á næsta ári. Kemur Lækna- blaðið því framvegis út í sama broti og Acta-tímaritin skandina- vísku. Auk þess verður tekinn upp sá háttur að „sauma“ blaðið í stað þess að hefta. Það er ekki með öllu sársauka- laust að breyta hefðbundnu broti Læknablaðsins. Sumir bókasafn- arar kunna aðstandendum blaðs- ins sjálfsagt litla þökk fyrir. Þeim til nokkurrar hughreystingar er þess að geta, að stærðarbreyting- in er vart svo mikil, að hið gamla og nýja blað geti ekki sómasam- lega staðið saman í hillu. Kostir breytinganna eru hins vegar ýmsir auðsæir. Hið nýja brot veitir mun betri nýtingu blaðsíðurýmis og tækifæri til skemmtilegri uppsetningar efnis. Brotið verður þó ekki stærra en svo, að innbundið verður Lækna- blaðið falleg bók. Þær takmark- anir, sem blaðsíðufjölda hefts tímarits eru settar, há ekki því blaði, sem saumað er. Ritstjórar Læknablaðsins munu gera sitt ítrasta til að uppfylla ýmis fyrirheit, sem gefin voru í upphafsblaði þessa árgangs. Má þar nefna fjölgun hefta í hverjum árgangi og aukna fjölbreytni í efnisvali. Hið fyrrnefnda er m. a. nauðsynlegt til þess að Lækna- blaðið verði virkur þátttakandi í umræðum á hverjum tíma. Hvað fjölbreytnina varðar, höfðum við enn til þegnskapar læknanna sjálfra. Þeir verða að brjótast út úr skelinni og leggja blaðinu lið. Hinn nýi búningur Læknablaðs- ins hvetur vonandi til þess að innihaldið verði læknastéttinni til sóma. Nýjar tillögur um menntun lækna og annarra heilbrigðisstétta Á undanförnum árum hefur áhugi á menntun heilbrigðisstétta farið vaxandi, ekki eingöngu meðal lækna sjálfra, heldur einn- ig hjá stjórnmálamönnum og al- menningi. Þetta á ekki eingöngu við um ísland, heldur einnig um allan hinn vestræna heim og raunar ekki síður í þróunarlönd- unum. Ýmsar hugmyndir um breytt menntunarform hafa komið fram bæði hérlendis og erlendis. Sumir stjórnmálamenn hér á landi hafa haldið því fram, að með breyttri læknamenntun sé unnt að ráða bót á vandkvæðum læknisþjón- ustu dreifbýlisins, og hafa þeir þá helzt hugsað sér að stytta læknis- námið, framleiða eins konar snöggsoðna lækna, sem gætu innt af hendi einfalda neyðar- þjónustu. Læknasamtökin hafa yfirleitt verið andvíg þessum hug- myndum, vegna þess að þá er verið að mismuna ibúum lands- ins í læknisþjónustu eftir búsetu.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.