Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 01.12.1972, Side 59

Læknablaðið - 01.12.1972, Side 59
LÆKNABLAÐIÐ 221 í dreifbýli verSa samkvæmt þess- um tillögum starfandi verr mennt- aðir læknar, heldur en á þétt- býlissvæðunum. En það er ein- mitt á ýmsum stöðum í dreifbýl- inu, sem læknar þurfa að hafa víðtæka menntun og í rauninni meiri almenna kunnáttu, heldur en þörf er á í þéttbýli. í dreifbýli þurfa læknar að sinna fyrirvara- laust ýmsum hinum vandasöm- ustu verkum án nálægðar eða verulegrar aðstoðar frá starfs- bræðrum. Viss grunnmenntun er nauðsynleg, til þess að læknar geti leyst af hendi þau almennu verkefni, sem af þeim er krafizt í nútímaþjóðfélagi. Niður fyrir þetta lágmark má sú menntun ekki fara, sem krafizt er til kandídatsprófs. Að kandídatsprófi loknu kemur sérmenntun í hinum ýmsu grein- um og síðan viðhaldsmenntunin eða símenntunin, sem allir læknar þurfa stöðugt að leggja rækt við þann tíma, sem þeir fást við lækn- ingastarfsemi. Það er talið, að sá þekkingarforði,, sem læknisfræði nútímans notar, tvöfaldist áu. þ.b. 10-15 ára fresti, og er þá auðséð, að þeir læknar, sem eigi leggja verulega áherzlu á viðhalds- menntun, dragast brátt aftur úr og geta eigi sinnt störfum sínum í samræmi við kröfur tímans hverju sinni. Það er umdeilt, hversu mikla áherzlu beri að leggja á sérfræði- menntun eða hvort stefna beri að því, að allir læknar fái viðbótar- menntun við grunnmenntunina og verði sérfræðingar í einni eða annarri grein. Þá er einnig talið nauðsynlegt og raunar faglega æskilegt, að almennar lækningar eða heimilislækningar verði sett- ar jafnhátt menntunarlega eins og hinar ýmsu þrengri sérgrein- ar. Gefin verði viðurkenning í þessari grein læknisfræðinnar, sem jafnist á við sérfræðiviður- kenningu. Sá eini þáttur læknamenntunar, sem hægt er að afla sér hér á landi, er eins og kunnugt er, grunnmenntunin, þ. e. a. s. undir- búningur fyrir kandídatspróf. Sér- menntun er ekki unnt að fá hér á landi nema að litlu leyti. Það eru aðeins vissar námsstöður, sem að hluta eru teknar gildar til sér- fræðináms. Viðhaldsmenntuninni hefur ver- ið lítill gaumur gefinn hér á landi að undantekinni þeirri viðleitni, sem Læknafélag íslands hefur sýnt á þessu sviði, en allt frá 1955 hefur L.í. staðið fyrir skipu- lögðum námskeiðum fyrir héraðs- lækna og almenna praktíserandi iækna. Er þetta sú eina skipulega viðhaldsmenntun, sem reynt hef- ur verið að veita læknum hér á landi. Að vísu má geta þess, að þegar Landspítalinn var stofnað- ur, var ætlunin, að þar væri unnt að veita nokkra viðhaldsmenntun héraðslæknum og öðrum starf- andi læknum úti á landi, og voru í því augnamiði höfð sérstök her- bergi á Landspítalanum, sem köll- uð voru ,,gistivist“, en þetta fyrir- komulag mun hafa verið mjög lít- ið notað og var því lagt niður. Læknafélag íslands hefur haldið námskeið fyrir héraðslækna og aðra, stundum árlega, stundum annað hvert ár, og hefur aðsókn verið mjög mismunandi. Á seinni árum hefur stúdentum verið gef- inn kostur á þátttöku, og hefur það hleypt nýju lífi í námskeiðin. Nú hefur komið fram hugmynd frá Félagi íslenzkra lækna í Lon- don um að flytja meira af sér- fræðimenntuninni til landsins og skipuleggja hana nákvæmar og
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.