Læknablaðið - 01.12.1972, Side 59
LÆKNABLAÐIÐ
221
í dreifbýli verSa samkvæmt þess-
um tillögum starfandi verr mennt-
aðir læknar, heldur en á þétt-
býlissvæðunum. En það er ein-
mitt á ýmsum stöðum í dreifbýl-
inu, sem læknar þurfa að hafa
víðtæka menntun og í rauninni
meiri almenna kunnáttu, heldur
en þörf er á í þéttbýli. í dreifbýli
þurfa læknar að sinna fyrirvara-
laust ýmsum hinum vandasöm-
ustu verkum án nálægðar eða
verulegrar aðstoðar frá starfs-
bræðrum. Viss grunnmenntun er
nauðsynleg, til þess að læknar
geti leyst af hendi þau almennu
verkefni, sem af þeim er krafizt
í nútímaþjóðfélagi. Niður fyrir
þetta lágmark má sú menntun
ekki fara, sem krafizt er til
kandídatsprófs.
Að kandídatsprófi loknu kemur
sérmenntun í hinum ýmsu grein-
um og síðan viðhaldsmenntunin
eða símenntunin, sem allir læknar
þurfa stöðugt að leggja rækt við
þann tíma, sem þeir fást við lækn-
ingastarfsemi. Það er talið, að sá
þekkingarforði,, sem læknisfræði
nútímans notar, tvöfaldist áu. þ.b.
10-15 ára fresti, og er þá auðséð,
að þeir læknar, sem eigi leggja
verulega áherzlu á viðhalds-
menntun, dragast brátt aftur úr
og geta eigi sinnt störfum sínum
í samræmi við kröfur tímans
hverju sinni.
Það er umdeilt, hversu mikla
áherzlu beri að leggja á sérfræði-
menntun eða hvort stefna beri að
því, að allir læknar fái viðbótar-
menntun við grunnmenntunina og
verði sérfræðingar í einni eða
annarri grein. Þá er einnig talið
nauðsynlegt og raunar faglega
æskilegt, að almennar lækningar
eða heimilislækningar verði sett-
ar jafnhátt menntunarlega eins
og hinar ýmsu þrengri sérgrein-
ar. Gefin verði viðurkenning í
þessari grein læknisfræðinnar,
sem jafnist á við sérfræðiviður-
kenningu.
Sá eini þáttur læknamenntunar,
sem hægt er að afla sér hér á
landi, er eins og kunnugt er,
grunnmenntunin, þ. e. a. s. undir-
búningur fyrir kandídatspróf. Sér-
menntun er ekki unnt að fá hér
á landi nema að litlu leyti. Það
eru aðeins vissar námsstöður, sem
að hluta eru teknar gildar til sér-
fræðináms.
Viðhaldsmenntuninni hefur ver-
ið lítill gaumur gefinn hér á landi
að undantekinni þeirri viðleitni,
sem Læknafélag íslands hefur
sýnt á þessu sviði, en allt frá
1955 hefur L.í. staðið fyrir skipu-
lögðum námskeiðum fyrir héraðs-
lækna og almenna praktíserandi
iækna. Er þetta sú eina skipulega
viðhaldsmenntun, sem reynt hef-
ur verið að veita læknum hér á
landi. Að vísu má geta þess, að
þegar Landspítalinn var stofnað-
ur, var ætlunin, að þar væri unnt
að veita nokkra viðhaldsmenntun
héraðslæknum og öðrum starf-
andi læknum úti á landi, og voru
í því augnamiði höfð sérstök her-
bergi á Landspítalanum, sem köll-
uð voru ,,gistivist“, en þetta fyrir-
komulag mun hafa verið mjög lít-
ið notað og var því lagt niður.
Læknafélag íslands hefur haldið
námskeið fyrir héraðslækna og
aðra, stundum árlega, stundum
annað hvert ár, og hefur aðsókn
verið mjög mismunandi. Á seinni
árum hefur stúdentum verið gef-
inn kostur á þátttöku, og hefur
það hleypt nýju lífi í námskeiðin.
Nú hefur komið fram hugmynd
frá Félagi íslenzkra lækna í Lon-
don um að flytja meira af sér-
fræðimenntuninni til landsins og
skipuleggja hana nákvæmar og