Læknablaðið - 01.12.1972, Page 72
230
LÆKNABLAÐIÐ
Reykjavík City Hospital 1971
Percent.distrlbution of all examinations ■
Into largtr age groups 4. tflfla
4. tafla. — Röntgendeild Borgarspítalans 1971. Hundraðshlutadreifing
sjúklinga eftir aðkomuleiðum.
frekari og kostnaðarsamari, sbr. einnig 5. töflu og 3. töflu.
8. Tafla sýnir loks rannsóknarforspá fyrir Reykjavíkursvæðið mið-
að við þekktar forsendur og þróunarreynslu, en sömu læknisfræðilega
og félagslega staðalaukningu og gert er ráð fyrir í nágrannalöndum
okkar, auk Hollands, V-Þýzkalands og Kanada.1819 — Bent er á, að
íorspáin nær aðeins til 1985, en inn á hana er einnig teiknuð fyrir-
sjáanleg hámarksframleiðslugeta röntgendeilda spítalanna þriggja
fram undir 1980.
IV FORSPÁR UM RÖNTGENRANNSÓKNIR A LANDINU ÖLLU
Utan Reykjavíkursvæðisins eru röntgenrannsóknir framkvæmdar
á öllum þeim sjúkrahúsum, sem áður voru upp talin, auk einstakra
rannsókna hjá héraðslæknum, sem ekki hefir þótt ástæða til að tíunda
í heildarforspá og yfirliti. Að fráteknu Fjórðungssjúkrahúsinu á Akur-
eyri (FSA), þar sem starfar sérfræðingur í röntgengreiningu, eru þess-
ar rannsóknir framkvæmdar af hlutaðeigandi læknum og aðstoðarfólkí
þeirra, sem fæst hefir fengið formlega menntun eða starfsþjálfun.
Undantekningar frá þessu eru Hafnarfjörður og Keflavík, þar sem er
takmörkuð ráðgjafastarfsemi sérfræðinga úr Reykjavík. Aðstaða á