Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.04.1973, Page 19

Læknablaðið - 01.04.1973, Page 19
LÆKNABLAÐIÐ 51 Þorvaldur Veigar Guðmundsson PROSTAGLANDIN Prostaglandin (PG) er hópur efna, sem finnst víða í vefjum dýra og manna. Þau hafa margvísleg og flókin áhrif á lifandi vefi: t. d. lækka sum þeirra blóðþrýsting, en önnur hækka hann, þau auka samdrátt í sléttum vöðvum í tractus intestinalis og uterus og hafa djúptæk áhrif á starfsemi nýrna og tauga. Englendingurinn Goldblatt og Svíinn U. S. von Euler uppgötvuðu PG hvor í sínu lagi fyrir um það bil 40 árum. Lengi var þessum flokki efna lítill gaumur gef- inn. Ymsir einstaklingar, með von Euler og hans samstarfsmenn fremsta í flokki, héldu þó stöðugt áfram að vinna að rann- sóknum á PG. Talsverðum upplýsingum um lífeðlisfræðilegar og lífefnafræðilegar verkanir PG var safnað fyrstu tvo til þrjá áratugina eftir uppgötvun þeirra. Raun- verulegur skriður komst þó ekki á rann- sóknir þessar fyrr en upp úr 1960. Það ár tókst Svíunum Bergström og Sjöval2 3 að einangra tvö efni úr PG flokknum, eftir u. þ. b. 13 ára vinnu að verkefninu. Niður- stöður þeirra hjálpuðu strax til að skýra línurnar lítið eitt, en þær og nýjar auð- veldari aðferðir til þess að hreinsa PG komu af stað mikilli skriðu við rannsóknir þessara efna. Nokkuð á annað þúsund greinar voru birtar um PG á síðasta ára- tug, nokkrar sérstakar ráðstefnur voru voru haldnar um þetta mál auk þess sem það var rætt á fjölda víðtækari frnida. Bækur hafa verið gefnar út um PG og nýlega er farið að gefa út sérstakt tímarit helgað rannsóknum þessara efna. EFNAFRÆÐI Uppistaða PG-efna er ómettuð fitusýra með keðju 20 kolefnisatóma, sem beygist um miðjuna og er binding' myndast milli kolvetnisatóms nr. 9 og nr. 13 (mynd 1), O H COOH HO H H 'OH PGEj O. H COOH PGE, HQ H COOH HÖ H H^'OH pgf3. COOH HÖ H 'OH PGES

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.