Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 01.04.1973, Side 38

Læknablaðið - 01.04.1973, Side 38
66 LÆKNABLAÐIÐ Það kom glöggt fram á ráðstefnunni, að þjóðirnar hafa farið ýmsar ólíkar leiðir að því marki að útrýma smitsjúkdómum. Ef okkar kerfi er borið saman við kerfi flestra annarra landa, ber þetta einkum á milli: 1) Hér hefur B.C.G. bólusetning aldrei ver- ið tekin upp sem almenn ónæmisaðgerð, en er notuð í öllum nágrannalöndum nema Hol- landi. 2) Hér á landi hefur ávallt verið notað ,,Salk“ bóluefni gegn lömunarveiki, en í flestum löndum er nú og hefur lengi verið notað ,,Sabin“ bóluefni. Svíþjóð er eina land- ið, sem enn notar þessa aðferð eingöngu (killed vaccine) og Danir byrja með ,,Salk“ í trivalent vaccine (barnaveiki, stífkrampi, lömunarveiki), en halda svo áfram eftir 2ja ára aldur með ,,Sabin“. 3. Ónæmisaðgerðir vegna mislinga, hettu- sóttar og rauðra hunda hafa mjög víða verið teknar upp sem almennar ónæmisaðgerðir, en hér á landi hafa menn haldið að sér höndum hvað þessar aðgerðir snertir, og enn hafa þær ekki verið teknar inn á ónæm- isaðgerðaform heilsuverndarstöðva. Reynslan hefur sýnt, að sú ákvörðun að taka ekki upp B.C.G. bólusetningu hefur reynst rétt, ef marka má þann árangur, sem náðst hefur hér á heftingu á útbreiðslu berklaveiki samanborið við aðrar þjóðir. Árangur okkar og Svía með núverandi að- ferð við lömunarveiki er eins góður og ann- arra. Hins vegar gæti orðið erfitt að afla bóluefnis, sem fáir nota. Af athugunum, sem gerðar hafa verið í Bretlandi, virðist auð- sætt, að bólusetning gegn mislingum á full- an rétt á sér sem almenn bólusetning og sama máli gegnir raunar um rauða hunda. Nauðsynlegt er að endurskoða þá afstöðu, sem heilbrigðisstjórnin hefur haft til þess- ara mála, alveg á næstunni. 5. Helztu byggingaframkvæmdir heil- brigðisstofnana ó árinu Áfram verður haldið með byggingar sam- kvæmt áætlun á öllum þeim stöðum, þar sem framkvæmdir hafa verið hafnar. Má þar til nefna fæðingardeild Landspítala og lok annarra framkvæmda þar, Sjúkrahús Akraness, Heilsugæzlustöð í Borgarnesi og á Egilsstöðum. Fulllokið er nú undirbúningi Sjúkrahúss Suðurlands á Selfossi og viðbyggingu Sjúkrahússins á Neskaupstað, og verða þessi verk bæði boðin út nú í maí. Hér er um að ræða framkvæmdir fyrir samtals um 350 millj. króna og gert ráð fyrir 3-5 ára framkvæmdatíma, þó þannig, að bygginga- áfangar komist í not á 2 árum. Undirbúningi fjölda annarra verka ætti að verða lokið á árinu, svo sem viðbygg- ingu við Sjúkrahús Keflavíkurlæknishéraðs, heilsugæzlustöð sem viðbyggingu viðSjúkra- hús Patreksfjarðar, heilsugæzlustöð sem fyrsta áfanga nýs sjúkrahúss á ísafirði, heilsugæzlustöð á Dalvík og byggingar- áfanga af viðbyggingu við Fjórðungssjúkra- húsið á Akureyri. Hve langt þessi undirbún- ingur kemst, er enn ekki hægt að segja um, en vonast er til, að þau þessara verka, þar sem fé er áætlað til frekari framkvæmda á árinu, komist á byggingarstig. Nýlega var hafin bygging deildar drykkju- sjúklinga við Vífilsstaðaspítala. Þeirri fram- kvæmd á að vera lokið haustið 1974 og rennur fé Gæzluvistarsjóðs til byggingarinn- ar. Undanfarin ár hefur fé Gæzluvistarsjóðs gengið að mestu til viðbyggingar við Klepps- spítala, þar sem fyrir hefur verið komið göngudeild, rannsóknarstofum, vinnu- og viðtalsstofum lækna, hjúkrunarkvenna, fé- lagsráðgjafa og sálfræðinga, kennslustofu, hópmeðferðarherbergjum með kennsluað- stöðu og bókasafni. Ráðgert er, að allri undirbúningsvinnu við fyrri áfanga Geðdeildar Landspítala verði lokið á miðju sumri, en ákvörðun um fram- kvæmdir hefur ekki verið tekin enn. 21.4.73. Páll Sigurðsson

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.