Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.04.1973, Síða 38

Læknablaðið - 01.04.1973, Síða 38
66 LÆKNABLAÐIÐ Það kom glöggt fram á ráðstefnunni, að þjóðirnar hafa farið ýmsar ólíkar leiðir að því marki að útrýma smitsjúkdómum. Ef okkar kerfi er borið saman við kerfi flestra annarra landa, ber þetta einkum á milli: 1) Hér hefur B.C.G. bólusetning aldrei ver- ið tekin upp sem almenn ónæmisaðgerð, en er notuð í öllum nágrannalöndum nema Hol- landi. 2) Hér á landi hefur ávallt verið notað ,,Salk“ bóluefni gegn lömunarveiki, en í flestum löndum er nú og hefur lengi verið notað ,,Sabin“ bóluefni. Svíþjóð er eina land- ið, sem enn notar þessa aðferð eingöngu (killed vaccine) og Danir byrja með ,,Salk“ í trivalent vaccine (barnaveiki, stífkrampi, lömunarveiki), en halda svo áfram eftir 2ja ára aldur með ,,Sabin“. 3. Ónæmisaðgerðir vegna mislinga, hettu- sóttar og rauðra hunda hafa mjög víða verið teknar upp sem almennar ónæmisaðgerðir, en hér á landi hafa menn haldið að sér höndum hvað þessar aðgerðir snertir, og enn hafa þær ekki verið teknar inn á ónæm- isaðgerðaform heilsuverndarstöðva. Reynslan hefur sýnt, að sú ákvörðun að taka ekki upp B.C.G. bólusetningu hefur reynst rétt, ef marka má þann árangur, sem náðst hefur hér á heftingu á útbreiðslu berklaveiki samanborið við aðrar þjóðir. Árangur okkar og Svía með núverandi að- ferð við lömunarveiki er eins góður og ann- arra. Hins vegar gæti orðið erfitt að afla bóluefnis, sem fáir nota. Af athugunum, sem gerðar hafa verið í Bretlandi, virðist auð- sætt, að bólusetning gegn mislingum á full- an rétt á sér sem almenn bólusetning og sama máli gegnir raunar um rauða hunda. Nauðsynlegt er að endurskoða þá afstöðu, sem heilbrigðisstjórnin hefur haft til þess- ara mála, alveg á næstunni. 5. Helztu byggingaframkvæmdir heil- brigðisstofnana ó árinu Áfram verður haldið með byggingar sam- kvæmt áætlun á öllum þeim stöðum, þar sem framkvæmdir hafa verið hafnar. Má þar til nefna fæðingardeild Landspítala og lok annarra framkvæmda þar, Sjúkrahús Akraness, Heilsugæzlustöð í Borgarnesi og á Egilsstöðum. Fulllokið er nú undirbúningi Sjúkrahúss Suðurlands á Selfossi og viðbyggingu Sjúkrahússins á Neskaupstað, og verða þessi verk bæði boðin út nú í maí. Hér er um að ræða framkvæmdir fyrir samtals um 350 millj. króna og gert ráð fyrir 3-5 ára framkvæmdatíma, þó þannig, að bygginga- áfangar komist í not á 2 árum. Undirbúningi fjölda annarra verka ætti að verða lokið á árinu, svo sem viðbygg- ingu við Sjúkrahús Keflavíkurlæknishéraðs, heilsugæzlustöð sem viðbyggingu viðSjúkra- hús Patreksfjarðar, heilsugæzlustöð sem fyrsta áfanga nýs sjúkrahúss á ísafirði, heilsugæzlustöð á Dalvík og byggingar- áfanga af viðbyggingu við Fjórðungssjúkra- húsið á Akureyri. Hve langt þessi undirbún- ingur kemst, er enn ekki hægt að segja um, en vonast er til, að þau þessara verka, þar sem fé er áætlað til frekari framkvæmda á árinu, komist á byggingarstig. Nýlega var hafin bygging deildar drykkju- sjúklinga við Vífilsstaðaspítala. Þeirri fram- kvæmd á að vera lokið haustið 1974 og rennur fé Gæzluvistarsjóðs til byggingarinn- ar. Undanfarin ár hefur fé Gæzluvistarsjóðs gengið að mestu til viðbyggingar við Klepps- spítala, þar sem fyrir hefur verið komið göngudeild, rannsóknarstofum, vinnu- og viðtalsstofum lækna, hjúkrunarkvenna, fé- lagsráðgjafa og sálfræðinga, kennslustofu, hópmeðferðarherbergjum með kennsluað- stöðu og bókasafni. Ráðgert er, að allri undirbúningsvinnu við fyrri áfanga Geðdeildar Landspítala verði lokið á miðju sumri, en ákvörðun um fram- kvæmdir hefur ekki verið tekin enn. 21.4.73. Páll Sigurðsson
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.