Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.04.1976, Síða 12

Læknablaðið - 01.04.1976, Síða 12
58 LÆKNABLAÐIÐ RÁÐSTEFNA LÆKNAFÉLAGS REYKJAVÍKUR UM HEILBRIGÐISMÁL Dagana 9. til 10. maí 1975 efndi Lækna- félag Reykjavíkur til ráðstefnu um heil- brigðismál. Aðalmarkmið ráðstefnunnar var að ræða framtiðarskipulag heilbrigðis- þjónusitu utan sjúkrahúsa í Revkjavík og nágrenni. Heimilislæknaþjónusta í Reykja- vík hefur verið með svipuðu sniði um árabil þrátt fyrir mjög breytta staðhætti, og er mönnum því almennt ljóst, að nú- verandi skipulag er úrelt og breytinga þörf. Hugmyndir um hópstarf lækna og annarra heilbrigðisstétta eru ekki nýjar af nálinni og hafa læknar oft rætt um hóp- starf lækna og heilbrigðisstétta, en segja má að þessi mál hafi fyrst komizt á fram- kvæmdastig í Reykjavík með tilkomu laga um heilbrigðisþjónustu 1973, þar sem gert er ráð fyrir skiptingu Reykjavíkur í heilsu- gæzluumdæmi og að þar skuli rísa heilsu- gæzlustöðvar. Stjórn Læknafélags Reykja- víkur ákvað því að efna til ráðstefnu, þar sem rætt yrði hlutverk og skipulag heilsu- gæzlustöðva, og leitast við að bjóða fólki úr öllum heilbrigðisstéttum og fá þannig fram sjónarmið allra þeirra, sem að heil- brigðismálum vinna. Haldin voru allmörg framsöguerindi og fer úrdráttur úr þeim hér á ef'tir. Jafn- framt voru myndaðir 6 starfshópar, sem hver um sig fjallaði um ákveðið svið heilsugæzlu og eru einnig birtar glefsur úr niðurstöðum starfshópanna. Gestur ráðstefnunnar var dr. Donald J Rice, framkvæmdastjóri kanadíska heim- ilislæknafélagsins, og flutti hann 2 erindi. Matthías Bjarnason, heilbrigðismálaráð- herra, ávarpaði ráðstefnugesti. Læknafé- lagið naut fjárhagsstuðnings frá borgar- stjórn og vill stjórn læknafélagsins þakka þann stuðning og áhuga, sem borgaryfir- völd sýndu ráðstefnunni. Starfssvið og skipulag heilsugæzlustöðva er enn ekki skýrt afmarkað, en vonandi verða niðurstöður þessarar ráðstefnu gagn- legar við skipulagningu þeirra. Reynslan mun vafalaust skera úr um ýmis atriði varðandi starfssvið heilsugæzlustöðva í borginni. Markmið þeirra hlýtur að vera bætt þjónusta við almenning og bætt starfsskilyrði allra þeirra sem að heilsu- gæzlu starfa. Mjög mikilvægt er að náið samband læiknis og sjúklings haldist á þessum stöðv- um, þannig að fólk hafi eftir sem áður sinn heimilislækni, en verði ekki númer á stofnun. Þá væri verr farið en heima setið. Giuðmundur Oddsson EIN LÆKNINGA- OG RANNSÓKNAR- STÖÐ FYRIR ALLA REYKJAVÍK Örn Bjarnason, skólayfirlæknir, setti ráðstefnuna og rakti hugmyndir um hóp- starf lækna. Hann minnti á, að fyrir 35 árum lögðu læknarnir Theódór Skúlason og Björn Sigurðsson til í L.R. að komið yrði á fót einni lækninga- og rannsóknar- stöð fyrir alla Reykjavík. Eftir setningu nýrra læknaskipunarlaga árið 1965 ræddu yngri læknar á opinberum vettvangi um hópstarf lækna og hugmyndir sínar um heilsugæzlu, en þær voru að miklu leyti sniðnar eftir brezkum fyrirmyndum. Jafn- framt komu þeir á hópstarfi víða um land og hefur það lengst staðið samfellt síðan 1966 á Húsavík. Örn sagði, að af skipulagi heilsugæzlu- stöðvanna, sem teknar eru til starfa úti á landi, mætti ýmislegt læra, en fráleitt væri að taka það skipulag óbreytt upp í Reykja- vilí. ,,Á höfuðborgarsvæðinu þarf að fella þjónustu heilsugæzlustöðva að þjónustu annarra heilbrigðisstofnanna, og það verð- ur verkefni okkar þessa tvo daga að ræða á hvern hátt við teljum að sumum þessara þátta verði bezt fyrir komið.“

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.